Stunginn með notaðri sprautunál Hrund Þórsdóttir skrifar 5. október 2013 09:57 Í dómnum segir að það gæti valdið ótta í samfélaginu yrði ákærði, Stefán Logi Sívarsson, látinn laus. Í dómnum er birt greinargerð lögreglu þar sem vitnisburðir brotaþola koma fram og er atburðum þriggja árása lýst. Tilefni þeirra er sagt vera framhjáhald eins fórnarlambsins með kærustu Stefáns og eru lýsingar á ofbeldi sem hann er grunaður um að hafa framið, afar ógeðfelldar. Brotaþoli A, sem kveðst hafa upplýst Stefán um framhjáhald kærustunnar með brotaþola B, lýsir því meðal annars að Stefán og annar maður sem einnig er ákærður í málinu, hafi ítrekað stungið hann með eggvopni, kýlt hann í andlitið og lamið í hnéskeljar og handarbök, líklega með hafnaboltakylfu. Þá hafi hann verið stunginn nokkrum sinnum með notaðri sprautunál. Samkvæmt læknisvottorði hlaut viðkomandi m.a. brot á augntóftargólfi og kinnbeini, mar í hársverði og sár á framhandlegg eftir eggvopn. Brotaþoli B kveðst meðal annars hafa verið bundinn, liggjandi á gólfi og þannig laminn illa, meðal annars með kylfum. Þá eru hinir ákærðu sagðir hafa sprautað eldfimum vökva á viðkvæma líkamshluta B og lagt eld að. Þá hafi hann verið þvingaður til að gleypa pillur og sprauta sig með óþekktu lyfi. Samkvæmt læknisvottorði hlaut brotaþoli B mjög slæma áverka sem benda til misþyrminga í pyntingaskyni. Stefán sætir að auki ákæru vegna sérstaklega hættulegrar líkamsárásar á kærustu sína. Er honum gert að sök að hafa bundið belti af baðsloppi um háls hennar og dregið hana þannig að henni hafi legið við köfnun. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að brotin, sem leiki sterkur grunur um að ákærði hafi framið, feli í sér stórfelldar líkamsárásir og að það gæti valdið ótta í samfélaginu um áframhaldandi ofbeldisbrot, verði ákærði látinn laus. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi til 30. október. Stokkseyrarmálið Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Sjá meira
Í dómnum er birt greinargerð lögreglu þar sem vitnisburðir brotaþola koma fram og er atburðum þriggja árása lýst. Tilefni þeirra er sagt vera framhjáhald eins fórnarlambsins með kærustu Stefáns og eru lýsingar á ofbeldi sem hann er grunaður um að hafa framið, afar ógeðfelldar. Brotaþoli A, sem kveðst hafa upplýst Stefán um framhjáhald kærustunnar með brotaþola B, lýsir því meðal annars að Stefán og annar maður sem einnig er ákærður í málinu, hafi ítrekað stungið hann með eggvopni, kýlt hann í andlitið og lamið í hnéskeljar og handarbök, líklega með hafnaboltakylfu. Þá hafi hann verið stunginn nokkrum sinnum með notaðri sprautunál. Samkvæmt læknisvottorði hlaut viðkomandi m.a. brot á augntóftargólfi og kinnbeini, mar í hársverði og sár á framhandlegg eftir eggvopn. Brotaþoli B kveðst meðal annars hafa verið bundinn, liggjandi á gólfi og þannig laminn illa, meðal annars með kylfum. Þá eru hinir ákærðu sagðir hafa sprautað eldfimum vökva á viðkvæma líkamshluta B og lagt eld að. Þá hafi hann verið þvingaður til að gleypa pillur og sprauta sig með óþekktu lyfi. Samkvæmt læknisvottorði hlaut brotaþoli B mjög slæma áverka sem benda til misþyrminga í pyntingaskyni. Stefán sætir að auki ákæru vegna sérstaklega hættulegrar líkamsárásar á kærustu sína. Er honum gert að sök að hafa bundið belti af baðsloppi um háls hennar og dregið hana þannig að henni hafi legið við köfnun. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að brotin, sem leiki sterkur grunur um að ákærði hafi framið, feli í sér stórfelldar líkamsárásir og að það gæti valdið ótta í samfélaginu um áframhaldandi ofbeldisbrot, verði ákærði látinn laus. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi til 30. október.
Stokkseyrarmálið Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Sjá meira