Helsti keppinautur Vettel um heimsmeistaraitil ökuþóra, Spánverjinn Fernando Alonso, náði aðeins fimmta sæti. Lewis Hamilton á Mercedes ræsir við hlið Vettel.
Vettel hefur sextíu stiga forskot á Alonso í stigakeppninni þegar aðeins sex keppnir eru eftir að kappakstrinum í Suður-Kóreu í fyrramálið meðtöldum.
Kappaksturinn í Suður-Kóreu fer fram í fyrramálið klukkan 5:30 að íslenskum tíma. Hann verður í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport & HD.
Úrslitin úr tímatökunum má sjá hér að neðan.
