Stefnir í mikla baráttu á milli Mercedes og Red Bull í Kóreu Rúnar Jónsson skrifar 4. október 2013 19:50 Lewis Hamilton var afslappaður eftir æfingarnar. Mynd/NordicPhotos/Getty Formúlu eitt kappaksturinn fer fram, í Suður Kóreu, um helgina. Þetta er í fjórða skiptið, sem keppnin fer fram, á Alþjóðlegu kappakstursbrautinni, í Kóreu, sem staðsett er í Yeongham. Brautin er stórskemmtileg að aka, og býður upp á mikinn hraða, á fyrsta hluta brautarinnar, þar sem ökumenn ná allt að 320 kílómetra hraða, en á miðhluta, og seinni hluta brautarinnar, blandast saman hraðar, miðlungs og hægar beygjur. Átján beygjur eru á brautinni, og eru sex af þeim eknar á undir 100 km.hraða, Það er því nokkuð snúið fyrir liðin, að finna hina fullkomnu uppsetningu, á bílunum fyrir keppnina. Eftir tvær fyrstu æfingarnar, þar sem Lewis Hamilton var fljótastur, þá stefnir í mikla baráttu á milli Mercedes ökumannanna, Rosberg og Hamilton á Mercedes, og Vettel og Webber á Red Bull, um ráspólinn í tímatökunni. Veðrið gæti spilað stórt hlutverk um helgina, en spáð er rigningu, bæði laugardag og sunnudag, eitthvað sem bæði Raikkonen og Alonso gætu nýtt sér vel. Tímatakan hefst klukkan 04.50 á laugardagsmorgun, og keppnin er síðan klukkan 05.30 á sunnudag. Allt er þetta í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Formúla Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Formúlu eitt kappaksturinn fer fram, í Suður Kóreu, um helgina. Þetta er í fjórða skiptið, sem keppnin fer fram, á Alþjóðlegu kappakstursbrautinni, í Kóreu, sem staðsett er í Yeongham. Brautin er stórskemmtileg að aka, og býður upp á mikinn hraða, á fyrsta hluta brautarinnar, þar sem ökumenn ná allt að 320 kílómetra hraða, en á miðhluta, og seinni hluta brautarinnar, blandast saman hraðar, miðlungs og hægar beygjur. Átján beygjur eru á brautinni, og eru sex af þeim eknar á undir 100 km.hraða, Það er því nokkuð snúið fyrir liðin, að finna hina fullkomnu uppsetningu, á bílunum fyrir keppnina. Eftir tvær fyrstu æfingarnar, þar sem Lewis Hamilton var fljótastur, þá stefnir í mikla baráttu á milli Mercedes ökumannanna, Rosberg og Hamilton á Mercedes, og Vettel og Webber á Red Bull, um ráspólinn í tímatökunni. Veðrið gæti spilað stórt hlutverk um helgina, en spáð er rigningu, bæði laugardag og sunnudag, eitthvað sem bæði Raikkonen og Alonso gætu nýtt sér vel. Tímatakan hefst klukkan 04.50 á laugardagsmorgun, og keppnin er síðan klukkan 05.30 á sunnudag. Allt er þetta í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Formúla Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira