Framarar eru í leit að nýjum þjálfara fyrir karlalið félagsins í knattspyrnu eftir að Ríkharður Daðason afþakkaði samningsboð Safamýrafélagsins.
Heimir Hallgrímsson var á óskalista Framara um að taka starfið að sér. Eyjamaðurinn, sem er aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands, afþakkaði hins vegar boð Framara um að þjálfa liðið samkvæmt öruggum heimildum Vísis.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson er einnig á óskalista Framara. Hann fer í viðtal á Englandi í dag vegna stöðu þjálfara enska kvennalandsliðsins. Hann getur því ekki svarað Frömurum fyrr en að viðtalsferlinu loknu sem gæti dregist fram í næstu viku. Óvíst er hvort Framarar eru tilbúnir að bíða svo lengi eftir niðurstöðu í mál Sigurðar Ragnars.

