Helen Ólafsdóttir úr ÍR náði næstbesta árangri íslenskra kvenna frá upphafi þegar hún kom í mark á 2:52,30 klukkustundum í Berlínarmaraþoninu á sunnudaginn. Hún hafnaði í 25. sæti í kvennaflokki.
„Það gekk allt upp. Þetta er bara ágætis árangur, held ég, miðað við hvað þetta er stórt hlaup,“ segir Helen í samtali við Mbl.is. Sú íslenska hafnaði í 5. sæti í aldursflokknum 40 ára og eldri en sigurvegarinn í þeim flokki hljóp á 2:24,54.
Helen, sem vann sigur í hálfmaraþoni Reykjavíkurmaraþonsins í ágúst og hefur einnig sigrað í Laugavegshlaupinu, er nú komin í ólympíuhóp Frjálsíþróttasambands Íslands. Þetta var fjórða maraþon hennar frá því hún hljóp sitt fyrsta í París fyrir þremur árum.
Íslandsmet ÍR-ingsins Mörthu Ernstsdóttur í maraþonhlaupi er 2:35,15 klukkustundir. Martha setti metið einmitt í Berlín árið 1999.
Helen í 25. sæti í Berlínarmaraþoninu
Kolbeinn Tumi Daðaosn skrifar

Mest lesið






Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía
Enski boltinn

„Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“
Enski boltinn

„Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“
Íslenski boltinn

