Ríkharður: Maður verður að vera trúr sínum prinsippum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2013 06:30 Ríkharður Daðason. Mynd/Daníel Ríkharður Daðason ákvað í gær að hætta að þjálfa Fram í Pepsi-deildinni en hann tók við liðinu í sumar og gerði liðið að bikarmeisturum. Ríkharður fékk tilboð frá stjórn Fram en að hans mati fóru ekki saman markmið og metnaður hans og stjórnarinnar. „Auðvitað er ákveðin eftirsjá en ef að maður treystir sér ekki til að fara lengra á þeim forsendum sem gefnar eru upp þá er þetta niðurstaðan," sagði Ríkharður og hann segir félagið vera frekar að rifa seglin en hitt. " Ef að það er einhvern tímann staður og stund til að spýta í lófana, taka smá „sjénsa“ og gefa sér færi á að ná að komast aftur upp á meðal þeirra bestu þá er það þegar þú kemst í Evrópukeppni," segir Ríkharður. Ríkharður gerði Fram að bikarmeisturum í ágúst og talaði þá um að hann vildi halda áfram. „Ég var spurður að því þegar við urðum að bikarmeistarar. Þá hefði maður getað hugsað sér framhald en það var ekki í boði þá. Mér finnst að félagið hafi sóað dálitlum tíma síðan 17. ágúst og ekki gengið frá ákveðnum málum. Það spilar að einhverju leyti inn í ákvörðunina," segir Ríkharður. „Auðun Helga orðaði þetta ágætlega einhvers staðar að markmið og metnaður fara ekki alveg saman milli stjórnarinnar og okkar. Mér finnst það vera vel orðað hjá honum," segir Ríkharður en hann segir að launaliðurinn í samningnum hafi ekki verið vandamálið. „Ég sagði strax við Sverri (Einarsson formann) að ef að við náum saman um markmið og stefnu þá náum við klárlega saman um launalið. Mér fannst óþarfi að vera að tala um það. Að sama skapi vil ég heldur ekki vera að hnýta í Fram. Þetta er mitt uppeldisfélag og mér þykir vænt um Fram og mun alla tíð þykja vænt um Fram," segir Ríkharður. „Það er mikill söknuður að segja skilið við þetta starf en að sama skapi verður maður að vera trúr sínum prinsippum. Ég er mjög þakklátur stjórn Fram fyrir að hafa hringt í sumar og veitt mér tækifærið til þess að prófa þetta," segir Ríkharður og bætti við: „Við erum stoltir af því að hafa ásamt leikmannahóp og þeim sem komu að félaginu skilað fyrsta stóra titli félagsins í yfir tuttugu ár." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Ríkharður Daðason ákvað í gær að hætta að þjálfa Fram í Pepsi-deildinni en hann tók við liðinu í sumar og gerði liðið að bikarmeisturum. Ríkharður fékk tilboð frá stjórn Fram en að hans mati fóru ekki saman markmið og metnaður hans og stjórnarinnar. „Auðvitað er ákveðin eftirsjá en ef að maður treystir sér ekki til að fara lengra á þeim forsendum sem gefnar eru upp þá er þetta niðurstaðan," sagði Ríkharður og hann segir félagið vera frekar að rifa seglin en hitt. " Ef að það er einhvern tímann staður og stund til að spýta í lófana, taka smá „sjénsa“ og gefa sér færi á að ná að komast aftur upp á meðal þeirra bestu þá er það þegar þú kemst í Evrópukeppni," segir Ríkharður. Ríkharður gerði Fram að bikarmeisturum í ágúst og talaði þá um að hann vildi halda áfram. „Ég var spurður að því þegar við urðum að bikarmeistarar. Þá hefði maður getað hugsað sér framhald en það var ekki í boði þá. Mér finnst að félagið hafi sóað dálitlum tíma síðan 17. ágúst og ekki gengið frá ákveðnum málum. Það spilar að einhverju leyti inn í ákvörðunina," segir Ríkharður. „Auðun Helga orðaði þetta ágætlega einhvers staðar að markmið og metnaður fara ekki alveg saman milli stjórnarinnar og okkar. Mér finnst það vera vel orðað hjá honum," segir Ríkharður en hann segir að launaliðurinn í samningnum hafi ekki verið vandamálið. „Ég sagði strax við Sverri (Einarsson formann) að ef að við náum saman um markmið og stefnu þá náum við klárlega saman um launalið. Mér fannst óþarfi að vera að tala um það. Að sama skapi vil ég heldur ekki vera að hnýta í Fram. Þetta er mitt uppeldisfélag og mér þykir vænt um Fram og mun alla tíð þykja vænt um Fram," segir Ríkharður. „Það er mikill söknuður að segja skilið við þetta starf en að sama skapi verður maður að vera trúr sínum prinsippum. Ég er mjög þakklátur stjórn Fram fyrir að hafa hringt í sumar og veitt mér tækifærið til þess að prófa þetta," segir Ríkharður og bætti við: „Við erum stoltir af því að hafa ásamt leikmannahóp og þeim sem komu að félaginu skilað fyrsta stóra titli félagsins í yfir tuttugu ár."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn