Bless, blæju Benz G-lander! Finnur Thorlacius skrifar 2. október 2013 10:30 Það eru fáir bílar búnir að vera lengur í framleiðslu en Gelanderwagen bíllinn frá Mercedes Benz, enda afar traustur bíll. Hann hefur verið smíðaður svo til óbreyttur frá 1979 og framleiðslu hans verður haldið áfram. Þó er ein gerð bílsins sem aðdáendur hans þurfa að kveðja á næstunni, þ.e. blæjuútfærsla hans, sem er með tveimur hurðum. Þessi bíll er mun styttri en venjulegur Gelanderwagen, svo munar um 70 cm milli öxla. Það er austurríska fyrirtækið Magna Steyr sem framleiðir alla Gelandarwagen og nú geta þeir einbeitt sér að því að framleiða aðeins lengri gerðina. Kannski veitir ekki af því bara svissneski herinn pantaði 4.300 slíka um daginn. Samningur Mercedes Benz við Magna Steyr gildir til 2019 svo víst er að bíllinn verður að minnsta kosti framleiddur til þess árs. Bílablað Fréttablaðsins fékk tækifæri til að kynnast bæði styttri og lengri gerð Gelanderwagen á íslenska hálendinu fyrir stuttu og birtist myndskeið af þeirri ferð í Íslandi í dag fyrir skömmu. Sjá má það myndskeið hér. Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent
Það eru fáir bílar búnir að vera lengur í framleiðslu en Gelanderwagen bíllinn frá Mercedes Benz, enda afar traustur bíll. Hann hefur verið smíðaður svo til óbreyttur frá 1979 og framleiðslu hans verður haldið áfram. Þó er ein gerð bílsins sem aðdáendur hans þurfa að kveðja á næstunni, þ.e. blæjuútfærsla hans, sem er með tveimur hurðum. Þessi bíll er mun styttri en venjulegur Gelanderwagen, svo munar um 70 cm milli öxla. Það er austurríska fyrirtækið Magna Steyr sem framleiðir alla Gelandarwagen og nú geta þeir einbeitt sér að því að framleiða aðeins lengri gerðina. Kannski veitir ekki af því bara svissneski herinn pantaði 4.300 slíka um daginn. Samningur Mercedes Benz við Magna Steyr gildir til 2019 svo víst er að bíllinn verður að minnsta kosti framleiddur til þess árs. Bílablað Fréttablaðsins fékk tækifæri til að kynnast bæði styttri og lengri gerð Gelanderwagen á íslenska hálendinu fyrir stuttu og birtist myndskeið af þeirri ferð í Íslandi í dag fyrir skömmu. Sjá má það myndskeið hér.
Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent