Grindavík vann magnaðan sigur, 104-102, á nýliðum Hauka í Dominos-deild karla í körfubolta en framlengja þurfti leikinn í tvígang.
Staðan eftir venjulegan leiktíma var 87-87 og því þurfi að framlengja en Grindvíkingar rétt náðu að jafna metin undir lok leiktímans.
Eftir fyrri framlenginguna var staðan aftur jöfn 91-91 en Íslandsmeistararnir voru sterkari í annarri framlengingu og unnu að lokum sigur 104-102.
Þorleifur Ólafsson skoraði 27 stig fyrir Grindavíkinga í kvöld og Sigurður Þorsteinsson 23. Terrence Watson var frábær í liði Hauka og skoraði 32 stig. Haukur Óskarsson átti einnig stórleik og var með 31 stig.
Grindavík vann Hauka eftir tvíframlengdan leik

Mest lesið



Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni
Körfubolti

Mark snemma leiks gerði gæfumuninn
Fótbolti

„Þetta er hreinn og klár glæpur“
Körfubolti

TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum
Íslenski boltinn

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

Gylfi valdið mestum vonbrigðum
Íslenski boltinn


Fleiri fréttir
