Gríðarlega óvænt úrslit urðu í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld þegar topplið Barcelona gerði jafntefli, 0-0. við Osasuna á útivelli.
Barcelona hafði unnið alla leiki sína í deildinni fram að þessum leik og var með fullt hús stiga en eftir leikinn í dag er liðið í efsta sæti deildarinnar með 25 stig.
Atlético Madrid er einnig með fullt hús stiga í deildinni en á einn leik til góða á Barcelona.
Real Madrid vann fyrr í dag 2-0 sigur á Málaga og hefur því saxað á forskot Barca á liðið. Real Madrid er í þriðja sæti deildarinnar með 22, aðeins þremur stigum á eftir Barcelona.
Barcelona tapaði í kvöld sínum fyrstu stigum
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið




Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum
Íslenski boltinn


Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas
Enski boltinn



