Í myndbandinu sést leir-útgáfa af söngvaranum Thom Yorke í eyðimörk rísa upp úr sandinum á sama tíma og borg rís þar einnig upp.
Auk Yorke, söngvara Radiohead, eru í Atoms For Peace upptökustjórinn Nigel Godrich, Flea, bassaleikari Red Hot Chili Peppers, Joey Waronker sem hefur trommað með Beck og R.E.M. og slagverksleikarinn Mauro Refosco.
Fyrsta plata sveitarinnar AMOK kom út í febrúar síðastliðnum.