Upphitun verður í höndum íslensku harðkjarnasveitarinnar Muck. Tónleikarnir hefjast klukkan 22 og fer miðasala m.a. fram á Midi.is.
Bleached spilar hrátt og hátt rokk og ról. Hljómsveitin gaf nýverið út sína fyrstu breiðskífu, Ride Your Heart. Platan hefur fengið góða dóma, þar á meðal fjórar stjörnur í breska tónlistarritinu Mojo. Tónleikar þeirra eru þeir fyrstu á langri tónleikaferð þeirra um alla Evrópu.
Muck hefur dugleg við spilamennsku að undanförnu. Þetta eru síðustu tónleikar sveitarinnar fyrir Airwaves-hátíðina sem hefst eftir tvær vikur. Þar kemur Muck meðal annars fram á off venue-dagskrá KEX Hostels.