Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt fyrir leikinn á móti Noregi sem hefst á Ullevaal-leikvanginum í Ósló klukkan 18.00. Lagerbäck teflir fram sama byrjunarliði og í sigurleikjunum á móti Kýpur og Albaníu.
Alfreð Finnbogason, markahæsti leikmaður hollensku úrvalsdeildarinnar, þarf því að sætta sig við það að byrja enn einu sinni á bekknum en fékk síðustu 24 mínúturnar á móti Kýpur á föstudaginn. Alfreð skoraði eftir að hafa komið inn á sem varamaður í fyrri leiknum á móti Norðmönnum.
Eiður Smári Guðjohnsen hafði aldrei verið í byrjunarliðinu hjá Lars Lagerbäck í keppnisleik þegar hann kom inn í byrjunarliðið fyrir Albaníuleikinn en markahæsti leikmaður Íslands frá upphafi heldur nú sæti sínu þriðja leikinn í röð.
Íslenska landsliðið er í öðru sæti riðilsins og tryggir sér með sigri sæti í umspili um laus sæti á HM í Brasilíu 2014. Íslensku strákarnir hafa náð í sjö stig út úr síðustu þremur leikjum sínum og eru á frábæru skriði eftir tvo sigurleiki í röð.
Byrjunarlið Íslands á móti Noregi í kvöld:
Markvörður:
Hannes Þór Halldórsson
Hægri bakvörður:
Birkir Már Sævarsson
Miðverðir:
Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson
Vinstri bakvörður:
Ari Freyr Skúlason
Hægri kantmaður
Jóhann Berg Guðmundsson
Miðjumenn:
Aron Einar Gunnarsson (fyrirliði) og Gylfi Þór Sigurðsson
Vinstri kantmaður:
Birkir Bjarnason
Framherjar:
Eiður Smári Guðjohnsen
Kolbeinn Sigþórsson
Lagerbäck með sama byrjunarlið þriðja leikinn í röð
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn
Enski boltinn

Svona var þing KKÍ
Körfubolti


Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Körfubolti

Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti

