Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu renndu í hlað á Ullevaal-leikvanginum í Ósló nákvæmlega einni og hálfri klukkustund fyrir leik.
Leikmenn liðsins virkuðu afar einbeittir þar sem þeir yfirgáfu rútuna og héldu inn í búningsklefa. Sumir hlustuðu á tónlist en aðrir spjölluðu saman.
Einbeiting leikmanna í aðdraganda leiksins hefur vakið athygli fjölmiðlamanna. Óhætt er að segja að trúin á gott gengi sé mikil í ljósi þess. Flautað verður til leiks klukkan 18 að íslenskum tíma.
