Aníta efnilegasta frjálsíþróttakona Evrópu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2013 17:38 Aníta Hinriksdóttir. Mynd/NordicPhotos/Getty ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir, Heims- og Evrópumeistari unglinga í 800 metra hlaupi kvenna, fékk í kvöld gríðarlega stóra viðurkenningu þegar hún var valin vonarstjarna evrópska frjálsíþrótta í kvennaflokki, Rising Star, af Frjálsíþróttasambandi Evrópu en verðlaunin voru veitt í kvöld á uppskeruhátíð Frjálsíþróttasambands Evrópu, EAA, sem stendur nú yfir í Tallinn í Eistlandi. Aníta er því að mati sérfræðinga og áhugamanna efnilegasta frjálsíþróttakona Evrópu. Hollenski spretthlauparinn Dafne Schippers varð í öðru sæti í kjörinu en í þriðja sæti var síðan Amela Terzic, 1500 metra hlaupari frá Serbíu. Bohdan Bondarenko, hástökkvari frá Úkraínu var kosinn Frjálsíþróttamaður ársins í Evrópu en Frjálsíþróttakona ársins var valin Zuzana Hejnová frá Tékklandi en hún vann 400 metra grindarhlaup á HM í Moskvu. Aníta sló heldur betur í gegn í frjálsíþróttaheiminum síðasta sumar þegar hún vann gullverðlaun á HM 17 ára og yngri í Donetsk og EM 19 ára og yngri með aðeins sex daga millibili í júlí í sumar. Aníta hljóp fimm hlaup á þessum 10 dögum sem þessi tvö stórmót stóðu yfir og sýndi mikið sjálfstraust og öryggi í þeim öllum og bætti Íslandsmetið meðal annars í tvígang. Val EAA, Frjálsíþróttasambands Evrópu, fór fram með fernum hætti. Fyrst var kosið á Facebook þar sem allir áttu atkvæðisrétt, en þar hlaut Aníta langflest atkvæði af þeim samtals rúmlega 16 þúsund atkvæðum sem bárust. Síðan voru vegin atkvæði bæði 54 sambanda íþróttafréttamanna í Evrópu og aðildarsambanda EAA. Loks kom nefnd sérfræðinga að valinu. Hlutur hvers þessara hópa vóg jafnt um heildarniðurstöðuna. Aníta hljóp best á tímanum 2:00,49 mínútum í sumar sem er næst besti árangur í þessari grein í ár hjá 17 ára stúlkum. Aníta á nú 2.- 8. besta árangur í sínum aldursflokki frá upphafi í greininni og hún er ennfremur í 44. sæti á heimslista fullorðinna í ár.Hér má sjá þrjá efstu í öllum flokkum í þessu kjöri:Frjálsíþróttamaður ársins í Evrópu 2013: 1. Bohdan Bondarenko (Úkraína) 2. Mo Farah (Bretland) 3. Pawel Fajdek (Pólland)Frjálsíþróttakona ársins í Evrópu 2013: 1. Zuzana Hejnová (Tékkland) 2. Yelena Isinbayeva (Rússland) 3. Valeria Straneo (Ítalía)Vonarstjarna evrópska frjálsíþrótta hjá körlum 2013: 1. Emir Bekrić (Serbía) 2. Adam Gemili (Bretland) 3. Karsten Warholm (Noregur)Vonarstjarna evrópska frjálsíþrótta hjá konum 2013: 1. Anita Hinriksdottir (Ísland) 2. Dafne Schippers (Holland) 3. Amela Terzic (Serbía) Frjálsar íþróttir Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sjá meira
ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir, Heims- og Evrópumeistari unglinga í 800 metra hlaupi kvenna, fékk í kvöld gríðarlega stóra viðurkenningu þegar hún var valin vonarstjarna evrópska frjálsíþrótta í kvennaflokki, Rising Star, af Frjálsíþróttasambandi Evrópu en verðlaunin voru veitt í kvöld á uppskeruhátíð Frjálsíþróttasambands Evrópu, EAA, sem stendur nú yfir í Tallinn í Eistlandi. Aníta er því að mati sérfræðinga og áhugamanna efnilegasta frjálsíþróttakona Evrópu. Hollenski spretthlauparinn Dafne Schippers varð í öðru sæti í kjörinu en í þriðja sæti var síðan Amela Terzic, 1500 metra hlaupari frá Serbíu. Bohdan Bondarenko, hástökkvari frá Úkraínu var kosinn Frjálsíþróttamaður ársins í Evrópu en Frjálsíþróttakona ársins var valin Zuzana Hejnová frá Tékklandi en hún vann 400 metra grindarhlaup á HM í Moskvu. Aníta sló heldur betur í gegn í frjálsíþróttaheiminum síðasta sumar þegar hún vann gullverðlaun á HM 17 ára og yngri í Donetsk og EM 19 ára og yngri með aðeins sex daga millibili í júlí í sumar. Aníta hljóp fimm hlaup á þessum 10 dögum sem þessi tvö stórmót stóðu yfir og sýndi mikið sjálfstraust og öryggi í þeim öllum og bætti Íslandsmetið meðal annars í tvígang. Val EAA, Frjálsíþróttasambands Evrópu, fór fram með fernum hætti. Fyrst var kosið á Facebook þar sem allir áttu atkvæðisrétt, en þar hlaut Aníta langflest atkvæði af þeim samtals rúmlega 16 þúsund atkvæðum sem bárust. Síðan voru vegin atkvæði bæði 54 sambanda íþróttafréttamanna í Evrópu og aðildarsambanda EAA. Loks kom nefnd sérfræðinga að valinu. Hlutur hvers þessara hópa vóg jafnt um heildarniðurstöðuna. Aníta hljóp best á tímanum 2:00,49 mínútum í sumar sem er næst besti árangur í þessari grein í ár hjá 17 ára stúlkum. Aníta á nú 2.- 8. besta árangur í sínum aldursflokki frá upphafi í greininni og hún er ennfremur í 44. sæti á heimslista fullorðinna í ár.Hér má sjá þrjá efstu í öllum flokkum í þessu kjöri:Frjálsíþróttamaður ársins í Evrópu 2013: 1. Bohdan Bondarenko (Úkraína) 2. Mo Farah (Bretland) 3. Pawel Fajdek (Pólland)Frjálsíþróttakona ársins í Evrópu 2013: 1. Zuzana Hejnová (Tékkland) 2. Yelena Isinbayeva (Rússland) 3. Valeria Straneo (Ítalía)Vonarstjarna evrópska frjálsíþrótta hjá körlum 2013: 1. Emir Bekrić (Serbía) 2. Adam Gemili (Bretland) 3. Karsten Warholm (Noregur)Vonarstjarna evrópska frjálsíþrótta hjá konum 2013: 1. Anita Hinriksdottir (Ísland) 2. Dafne Schippers (Holland) 3. Amela Terzic (Serbía)
Frjálsar íþróttir Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sjá meira