Jafntefli í Slóveníu í kvöld eru bestu úrslitin fyrir Ísland Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2013 14:15 Landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck er örugglega með allt á hreinu hvað varðar stöðuna í riðlinum. Mynd/Pjetur Næstsíðasta umferðin í riðli Íslands í undankeppni HM í Brasilíu 2014 fer fram í kvöld og eru öll sex liðin í riðli Íslands í eldlínunni. Ísland mætir botnliði Kýpur á Laugardalsvellinum klukkan 18.45 en stóra spurningin er nú hver séu hagstæðustu úrslitin fyrir Ísland í hinum tveimur leikjum riðilsins. Ísland á enn möguleika á því að vinna riðilinn þótt að sá möguleiki sé svolítið langsóttur. Ísland er fimm stigum á eftir toppliði Sviss en Svisslendingar tryggja sig á HM með því að ná í tvö stig í síðustu tveimur leikjum sínum sem eru á móti Albaníu (á útivelli í kvöld) og á móti Slóveníu (á heimavelli á þriðjudaginn). Vinni Sviss í Albaníu í kvöld þá eru Svisslendingar komnir á HM auk þess að möguleikar Albana væru úr sögunni. Það er því kannski best að fækka um eina þjóð í baráttunni um umspilssætið fyrst að möguleikarnir á efsta sætinu eru hvort sem er svo litlir. Sigur Albana þýddi að þeir væru komnir inn í myndina enda ættu þeir leik eftir á móti botnliði Kýpur. Augu íslenskra knattspyrnuáhugamanna verða hinsvegar á leik Slóveníu og Noregs í Maribor í Slóveníu. Slóvenar eru stigi á eftir Íslandi og einu stigi á undan Noregi. Báðar þjóðir þurfa að leika til sigurs því þær búast væntanlega við því að Íslendingar vinni á sama tíma botnlið Kýpur. Markatala þessara þriggja þjóða er nánast jöfn, Slóvenar eru í plús einum en Ísland og Norðmann standa á sléttu. Ísland bætir vonandi markatölu sína með sigri á Kýpur. Bestu úrslitin fyrir Ísland eru væntanlega jafntefli. Vinni Ísland Kýpur á sama tíma þá væru Norðmenn úr leik með þeim úrslitum og Slóvenar þurftu að vinna topplið Sviss á útivelli í lokaumferðinni á sama tíma og Ísland tapaði í Osló. Fari svo að Ísland og Sviss vinni leiki sína í kvöld á sama tíma og Slóvenía og Noregur gera jafntefli þá væri staðan frábær fyrir Ísland. Sviss væri þá komið á HM en Ísland vantaði aðeins eitt stig til að gulltryggja annað sætið og tapist leikurinn í Osló þyrftu Slóvenar að vinna Sviss til að komast upp fyrir Ísland.Leikir kvöldsins: Ísland - Kýpur Albanía - Sviss Slóvenía - NoregurMöguleg staða fyrir lokaumferðina eftir nokkrum mismundandi úrslitum í kvöld:Sviss og Ísland vinna í kvöld en jafntefli í Slóveníu Sviss 21 stig (Komið á HM) Ísland 16 Slóvenía 13 Noregur 12 (Úr leik) Albanía 10 (Úr leik) Kýpur 4 (Úr leik)Sviss, Ísland og Slóvenía vinna í kvöld Sviss 21 stig (Komið á HM) Ísland 16 Slóvenía 15 Noregur 11 (Úr leik) Albanía 10 (Úr leik) Kýpur 4 (Úr leik)Albanía, Kýpur og Noregur vinna í kvöld Sviss 18 stig (Komið á HM) Noregur 14 Ísland 13 Albanía 13 Slóvenía 12 Kýpur 7 (Úr leik)Sviss, Kýpur og Noregur vinna í kvöld Sviss 21 stig (Komið á HM) Noregur 14 Ísland 13 Slóvenía 12 Albanía 10 (Úr leik) Kýpur 7 (Úr leik)Albanía, Ísland og Slóvenía vinna í kvöld Sviss 18 stig Ísland 16 Slóvenía 15 Noregur 11 Albanía 13 Kýpur 4 (Úr leik)Albanía, Ísland vinna í kvöld en jafntefli í Slóveníu Sviss 18 stig Ísland 16 Slóvenía 13 Noregur 12 Albanía 13 Kýpur 4 (Úr leik) Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Sport Fleiri fréttir Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Sjá meira
Næstsíðasta umferðin í riðli Íslands í undankeppni HM í Brasilíu 2014 fer fram í kvöld og eru öll sex liðin í riðli Íslands í eldlínunni. Ísland mætir botnliði Kýpur á Laugardalsvellinum klukkan 18.45 en stóra spurningin er nú hver séu hagstæðustu úrslitin fyrir Ísland í hinum tveimur leikjum riðilsins. Ísland á enn möguleika á því að vinna riðilinn þótt að sá möguleiki sé svolítið langsóttur. Ísland er fimm stigum á eftir toppliði Sviss en Svisslendingar tryggja sig á HM með því að ná í tvö stig í síðustu tveimur leikjum sínum sem eru á móti Albaníu (á útivelli í kvöld) og á móti Slóveníu (á heimavelli á þriðjudaginn). Vinni Sviss í Albaníu í kvöld þá eru Svisslendingar komnir á HM auk þess að möguleikar Albana væru úr sögunni. Það er því kannski best að fækka um eina þjóð í baráttunni um umspilssætið fyrst að möguleikarnir á efsta sætinu eru hvort sem er svo litlir. Sigur Albana þýddi að þeir væru komnir inn í myndina enda ættu þeir leik eftir á móti botnliði Kýpur. Augu íslenskra knattspyrnuáhugamanna verða hinsvegar á leik Slóveníu og Noregs í Maribor í Slóveníu. Slóvenar eru stigi á eftir Íslandi og einu stigi á undan Noregi. Báðar þjóðir þurfa að leika til sigurs því þær búast væntanlega við því að Íslendingar vinni á sama tíma botnlið Kýpur. Markatala þessara þriggja þjóða er nánast jöfn, Slóvenar eru í plús einum en Ísland og Norðmann standa á sléttu. Ísland bætir vonandi markatölu sína með sigri á Kýpur. Bestu úrslitin fyrir Ísland eru væntanlega jafntefli. Vinni Ísland Kýpur á sama tíma þá væru Norðmenn úr leik með þeim úrslitum og Slóvenar þurftu að vinna topplið Sviss á útivelli í lokaumferðinni á sama tíma og Ísland tapaði í Osló. Fari svo að Ísland og Sviss vinni leiki sína í kvöld á sama tíma og Slóvenía og Noregur gera jafntefli þá væri staðan frábær fyrir Ísland. Sviss væri þá komið á HM en Ísland vantaði aðeins eitt stig til að gulltryggja annað sætið og tapist leikurinn í Osló þyrftu Slóvenar að vinna Sviss til að komast upp fyrir Ísland.Leikir kvöldsins: Ísland - Kýpur Albanía - Sviss Slóvenía - NoregurMöguleg staða fyrir lokaumferðina eftir nokkrum mismundandi úrslitum í kvöld:Sviss og Ísland vinna í kvöld en jafntefli í Slóveníu Sviss 21 stig (Komið á HM) Ísland 16 Slóvenía 13 Noregur 12 (Úr leik) Albanía 10 (Úr leik) Kýpur 4 (Úr leik)Sviss, Ísland og Slóvenía vinna í kvöld Sviss 21 stig (Komið á HM) Ísland 16 Slóvenía 15 Noregur 11 (Úr leik) Albanía 10 (Úr leik) Kýpur 4 (Úr leik)Albanía, Kýpur og Noregur vinna í kvöld Sviss 18 stig (Komið á HM) Noregur 14 Ísland 13 Albanía 13 Slóvenía 12 Kýpur 7 (Úr leik)Sviss, Kýpur og Noregur vinna í kvöld Sviss 21 stig (Komið á HM) Noregur 14 Ísland 13 Slóvenía 12 Albanía 10 (Úr leik) Kýpur 7 (Úr leik)Albanía, Ísland og Slóvenía vinna í kvöld Sviss 18 stig Ísland 16 Slóvenía 15 Noregur 11 Albanía 13 Kýpur 4 (Úr leik)Albanía, Ísland vinna í kvöld en jafntefli í Slóveníu Sviss 18 stig Ísland 16 Slóvenía 13 Noregur 12 Albanía 13 Kýpur 4 (Úr leik)
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Sport Fleiri fréttir Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Sjá meira