„Þetta var allt hún. Fólk spyr mig: „af hverju tverkaði þú ekki?“ Og ég útskýri fyrir þeim að ég sé sá sem er tverkaður,“ sagði söngvarinn og vísar þar til danssporanna sem Cyrus tók, en þau kallast „twerking“ á enskri tungu.
Thicke kom fram ásamt Cyrus á verðlaunahátíðinni og varð atriðið helsta umtalsefni fólks í margar vikur á eftir.