Fótbolti

Bretar munu missa af fyrsta korterinu í El Clásico

vísir/afp
Þeir sem búa í Bretlandi og ætla sér að horfa á leik Barcelona og Real Madrid á morgun munu ekki eiga kost á því að horfa á allan leikinn.

Eldgamlar reglur varðandi útsendingartíma frá knattspyrnuleikjum munu verða þess valdandi að ekki verður hægt að fara í loftið með leikinn fyrr en fimmtán mínútur eru búnar af honum.

Þessar reglur voru settar á þegar knattspyrnuyfirvöld höfðu áhyggjur af því að fótbolti í sjónvarpi myndi draga úr aðsókn á leikina sjálfa.

Það skiptir engu máli þó svo leikurinn sé á Spáni. Hann má ekki fara í loftið fyrr en korter er búið af leiknum.

Áskrifendur Stöðvar 2 Sport þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur. Þar verður leikurinn í þráðbeinni frá upphafi en farið verður í loftið klukkan 15.50 á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×