Kappaksturinn fer fram eftir allt saman Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. október 2013 08:39 Sebastian Vettel hugsi á æfingunni í morgun. Nordicphotos/Getty Hæstiréttur á Indlandi hefur frestað fyrirtöku í máli sem setti Formúlu 1 kappaksturinn um helgina í hættu. Skipuleggjendur kappakstursins eru sakaðir um að hafa ekki talið heiðarlega fram til skatts á síðasta ári. Var farið fram á það við Hæstarétt þar í landi að kappakstrinum í ár yrði frestað fyrir vikið. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í dag að taka málið ekki fyrir fyrr en í næstu viku. Fyrir vikið fer kappaksturinn fram á sunnudaginn. Ljóst er að ekki verður keppt í Indlandi á næsta keppnistímabili. Skipuleggjendur vonast þó til að komast aftur á kortið árið 2015. Fyrsta æfingin fyrir kappaksturinn fór fram í morgun. Sebastian Vettel á Red Bull var fljótastur og liðsfélagi hans Mark Webber annar. Niko Rosberg á Mercedes var þriðji en Fernando Alonso lenti í vandræðum með gírskiptingu og náði aðeins tólfta besta tíma. Tímatakan fer fram í fyrramálið og hefst klukkan 8:30. Kappaksturinn hefst svo klukkan 9 á sunnudagsmorgun. Allt í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Formúla Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Hæstiréttur á Indlandi hefur frestað fyrirtöku í máli sem setti Formúlu 1 kappaksturinn um helgina í hættu. Skipuleggjendur kappakstursins eru sakaðir um að hafa ekki talið heiðarlega fram til skatts á síðasta ári. Var farið fram á það við Hæstarétt þar í landi að kappakstrinum í ár yrði frestað fyrir vikið. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í dag að taka málið ekki fyrir fyrr en í næstu viku. Fyrir vikið fer kappaksturinn fram á sunnudaginn. Ljóst er að ekki verður keppt í Indlandi á næsta keppnistímabili. Skipuleggjendur vonast þó til að komast aftur á kortið árið 2015. Fyrsta æfingin fyrir kappaksturinn fór fram í morgun. Sebastian Vettel á Red Bull var fljótastur og liðsfélagi hans Mark Webber annar. Niko Rosberg á Mercedes var þriðji en Fernando Alonso lenti í vandræðum með gírskiptingu og náði aðeins tólfta besta tíma. Tímatakan fer fram í fyrramálið og hefst klukkan 8:30. Kappaksturinn hefst svo klukkan 9 á sunnudagsmorgun. Allt í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Formúla Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira