Birgir Leifur lék fyrsta hringinn á 71 höggi Jón Júlíus Karlsson skrifar 23. október 2013 01:11 Mynd/GSÍ Birgir Leifur Hafþórsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar hóf í gær keppni á úrtökumóti á fyrsta stigi fyrir bandarísku Web.com mótaröðina. Birgir Leifur lék fyrsta hringinn á 71 höggi eða einu höggi undir pari og er í harðri baráttu um að komast áfram á næsta stig úrtökumótanna. Birgir Leifur fékk þrjá fugla og einn skramba á hringnum og er um miðjan hóp keppenda í 33. sæti. Hann á fína möguleika á að komast áfram því 30 efstu kylfingarnir, og jafnir, komast áfram á annað stig úrtökumótsins. Web.com mótaröðin er önnur sterkasta mótaröð Bandaríkjanna. Ekki er lengur hægt að vinna sér beinan keppnisrétt á PGA-mótaröðinni í gegnum úrtökumót og því þurfa kylfingar nú að vinna sér inn keppnisrétt á Web.com mótaröðinni áður en þeir fá keppnisrétt á sterkustu mótaröð í heimi. Alls fara fram 12 úrtökumót á fyrsta stigi víðvegar í Bandaríkjunum og leikur Birgir Leifur í úrtökumóti á Callaway Gardens-Mountain golfsvæðinu í Georgíuríki. Sex mót fara fram á öðru stigi úrtökumótsins og bestu kylfingarnir komast svo í lokaúrtökumótið sem fram fer um miðjan desember.Keppir einnig í Evrópu Birgir er einnig kominn áfram á annað stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina og mun leika í móti á Spáni í byrjun nóvember. Rétt eins og á Web.com mótaröðinni þarf þar að komast í gegnum þrjú stig til að vinna sér inn keppnisrétt. Birgir Leifur, sem varð Íslandsmeistari í fimmta sinn í sumar, er eini íslenski karlkylfingurinn sem hefur unnið sér inn keppnisrétt á Evrópumótaröðinni en það gerði hann árið 2007. Tengdar fréttir Birgir Leifur komst áfram í úrtökumótinu Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG er kominn áfram á annað stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina eftir að hafa orðið í 12. sæti í úrtökumóti í Þýskalandi. 20. september 2013 13:51 Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar hóf í gær keppni á úrtökumóti á fyrsta stigi fyrir bandarísku Web.com mótaröðina. Birgir Leifur lék fyrsta hringinn á 71 höggi eða einu höggi undir pari og er í harðri baráttu um að komast áfram á næsta stig úrtökumótanna. Birgir Leifur fékk þrjá fugla og einn skramba á hringnum og er um miðjan hóp keppenda í 33. sæti. Hann á fína möguleika á að komast áfram því 30 efstu kylfingarnir, og jafnir, komast áfram á annað stig úrtökumótsins. Web.com mótaröðin er önnur sterkasta mótaröð Bandaríkjanna. Ekki er lengur hægt að vinna sér beinan keppnisrétt á PGA-mótaröðinni í gegnum úrtökumót og því þurfa kylfingar nú að vinna sér inn keppnisrétt á Web.com mótaröðinni áður en þeir fá keppnisrétt á sterkustu mótaröð í heimi. Alls fara fram 12 úrtökumót á fyrsta stigi víðvegar í Bandaríkjunum og leikur Birgir Leifur í úrtökumóti á Callaway Gardens-Mountain golfsvæðinu í Georgíuríki. Sex mót fara fram á öðru stigi úrtökumótsins og bestu kylfingarnir komast svo í lokaúrtökumótið sem fram fer um miðjan desember.Keppir einnig í Evrópu Birgir er einnig kominn áfram á annað stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina og mun leika í móti á Spáni í byrjun nóvember. Rétt eins og á Web.com mótaröðinni þarf þar að komast í gegnum þrjú stig til að vinna sér inn keppnisrétt. Birgir Leifur, sem varð Íslandsmeistari í fimmta sinn í sumar, er eini íslenski karlkylfingurinn sem hefur unnið sér inn keppnisrétt á Evrópumótaröðinni en það gerði hann árið 2007.
Tengdar fréttir Birgir Leifur komst áfram í úrtökumótinu Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG er kominn áfram á annað stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina eftir að hafa orðið í 12. sæti í úrtökumóti í Þýskalandi. 20. september 2013 13:51 Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Birgir Leifur komst áfram í úrtökumótinu Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG er kominn áfram á annað stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina eftir að hafa orðið í 12. sæti í úrtökumóti í Þýskalandi. 20. september 2013 13:51