Í 300 á 16,5 sekúndum Finnur Thorlacius skrifar 21. október 2013 16:50 Það þykir öflugur bíll sem er 6,8 sekúndur í 100 km hraða, en hinn nýi McLaren P1 kemst á sama tíma í 200 km hraða og það tekur aðeins 16,5 sekúndur að henda honum í 300 km hraða. Frá kyrrstöðu í 100 tekur 2,8 sekúndur. Það þarf öfluga vél til að skila svona tölum og 916 hestöfl duga í þessu tilviki. Þau streyma úr 3,8 lítra V8 vél sem að auki er með tvær forþjöppur. Þrátt fyrir allt þetta afl eyðir þessu bíll ekki nema 8,3 lítrum í blönduðum akstri. Mengunin mælist 194 g/km af CO2. Bremsur bílsins eru gríðaröflugar og það tekur aðeins 30 metra að stöðva bílinn úr 100 km hraða. Fyrsti bíllinn þessarar gerðar var afgreiddur frá McLaren verksmiðjunni í Woking í Bretlandi fyrir stuttu og var kaupandinn breskur. Til stendur að framleiða aðeins 375 McLaren P1 bíla og aðeins einn á dag kemur útúr verksmiðjunni í Woking. Því mun það taka rúmt ár að framleiða þessa bíla. Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent
Það þykir öflugur bíll sem er 6,8 sekúndur í 100 km hraða, en hinn nýi McLaren P1 kemst á sama tíma í 200 km hraða og það tekur aðeins 16,5 sekúndur að henda honum í 300 km hraða. Frá kyrrstöðu í 100 tekur 2,8 sekúndur. Það þarf öfluga vél til að skila svona tölum og 916 hestöfl duga í þessu tilviki. Þau streyma úr 3,8 lítra V8 vél sem að auki er með tvær forþjöppur. Þrátt fyrir allt þetta afl eyðir þessu bíll ekki nema 8,3 lítrum í blönduðum akstri. Mengunin mælist 194 g/km af CO2. Bremsur bílsins eru gríðaröflugar og það tekur aðeins 30 metra að stöðva bílinn úr 100 km hraða. Fyrsti bíllinn þessarar gerðar var afgreiddur frá McLaren verksmiðjunni í Woking í Bretlandi fyrir stuttu og var kaupandinn breskur. Til stendur að framleiða aðeins 375 McLaren P1 bíla og aðeins einn á dag kemur útúr verksmiðjunni í Woking. Því mun það taka rúmt ár að framleiða þessa bíla.
Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent