Karlalandslið Íslands og Krótatíu hafa mæst tvisvar sinnum á knattspyrnuvellinum og Króatar unnu báða leikina sannfærandi. Markatalan er 7-1 Króatíu í vil.
Leikirnir voru í undankeppni HM 2006 þar sem Króatía vann riðil Íslands en þetta er einmitt síðasta heimsmeistaramót þar sem Króatar voru meðal þátttökuliða.
Krótatía vann fyrri leikinn 4-0 á heimavelli 26. maí 2005 og vann síðan seinni leikinn 3-1 á Laugardalsvellinum en hann fór fram 3. september 2005.
Eiður Smári Guðjohnsen skoraði eina mark Íslands en hann kom íslenska liðinu í 1-0 í Laugardalnum en Króatía tryggði sér sigurinn með þremur mörkum í seinni hálfleiknum.
Eiður Smári er eini leikmaður liðsins í dag sem tók þátt í síðasta leik á móti Króatíu en Kári Árnason var á bekknum.
Þjálfarar Íslands í leikjunum tveimur fyrir rúmum átta árum voru þeir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson.
