Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands í handbolta, hefur þurft að gera breytingu á landsliðshópi sínum fyrir leikina gegn Finnlandi og Slóvakíu.
Ásta Birna Gunnarsdóttir úr Fram hefur þurft að draga sig úr hópnum vegna meiðsla. Í hennar stað kemur Hanna Guðrún Stefánsdóttir, leikmaður Stjörnunnar.
Íslenska liðið mætir Finnum í Vodafone-höllinni á miðvikudagskvöldið. Liðið heldur í kjölfarið utan og spilar við Slóvaka á sunnudaginn.
Hanna Guðrún inn fyrir Ástu Birnu
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


„Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“
Íslenski boltinn


Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi
Enski boltinn





