Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands í handbolta, hefur þurft að gera breytingu á landsliðshópi sínum fyrir leikina gegn Finnlandi og Slóvakíu.
Ásta Birna Gunnarsdóttir úr Fram hefur þurft að draga sig úr hópnum vegna meiðsla. Í hennar stað kemur Hanna Guðrún Stefánsdóttir, leikmaður Stjörnunnar.
Íslenska liðið mætir Finnum í Vodafone-höllinni á miðvikudagskvöldið. Liðið heldur í kjölfarið utan og spilar við Slóvaka á sunnudaginn.
Hanna Guðrún inn fyrir Ástu Birnu
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Átti Henderson að fá rautt spjald?
Enski boltinn

Löggan óskaði Hildigunni til hamingju
Handbolti


„Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“
Körfubolti

„Æfingu morgundagsins er aflýst“
Enski boltinn




