Sex leikir fóru fram í ítölsku A-deildinni sem hófust kl 13.00 í dag. Torino og Inter mætast svo í kvöldleiknum kl 18.45.
Atalanta sigraði Lazio á heimavelli, 2-1, með mörkum frá Luca Gicarina á 41. mínútu og German Denis á 84. mínútu. Brayan Perea skoraði mark Lazio á 52. mínútu.
Fiorentina sigraði á heimavelli, 4-2, gegn Juventus. Carlos Tevez skoraði fyrsta markið úr vítaspyrnu á 37. mínútu. Paul Pogba, skoraði annað mark Juventus á 40. mínútu og þá skoraði Giuseppe Rossi mark úr víti fyrir Fiorentina á 66. mínútu. Rossi var í miklu stuði og bætti við tveimur mörkum á 76. og 81. mínútu. En í millitíðinni skoraði Joaquin mark á 78. mínútu.
Genoa sigraði ChievoVerona, 2-1, á heimavelli. Alberto Gilardino skoraði bæði mörk Genoa á 22. Og 50. mínútu leiksins. Simone Bentivoglio skoraði fyrir ChievoVerona á 48. mínútu.
Emil Hallfreðsson var í byrjunarliði Hellas Verona er það sigraði Parma, 3-2. Markamaskínan, Luca Toni, skoraði tvö mörk fyrir Hellas Verona á 9. og 61. mínútu. Marco Parolo skoraði fyrra mark Parma á 19. mínútu og þá skoraði Antonio Cassano mark á 25. mínútu. Sigurmarkið kom úr vítaspyrnu á 88. mínútu sem Jorginho skoraði.
Livorno tapaði gegn Birki Bjarnasyni og félögum í Sampdoria, 1-2, á heimavelli. Fyrsta markið kom á 19. mínútu úr vítaspyrnu. Citadin Martins Eder fór á punktinn fyrir þá bláklæddu og skoraði. Luca Siligardi jafnaði leikinn á 90. Mínútu en Sampdoria slapp með skrekkinn þegar þeir fengu vítaspyrnu í uppbótartíma. Nicola Pozzi skoraði úr spyrnunni og Sampdoria vann. Birkir var í byrjunarliðinu og lék allan leikinn.
Sassuolo sigraði Bologna, 2-1, á heimavelli. Mörk Sassuolo skoruðu Domenico Beradi úr vítaspyrnu á 12. mínútu og Antonio Flores á 17. mínútu.. Mark Bologna kom úr vítaspyrnu á 34. mínútu þegar að Alessandro Diamanti skoraði.
Sampdoria slapp með skrekkinn | Úrslit dagsins
Sigmar Sigfússon skrifar

Mest lesið



Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa
Enski boltinn

Þór ekki í teljandi vandræðum með Val
Körfubolti

„Gefur okkur mikið sjálfstraust“
Körfubolti

Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum
Körfubolti


Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi
Körfubolti

Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn
Enski boltinn
