Kia mun framleiða GT Concept Finnur Thorlacius skrifar 1. nóvember 2013 08:45 Einn af fallegri bílum bílasýningarinnar í Frankfürt fyrir tveimur árum var þessi sportlegi hugmyndabíll frá Kia. Nú hefur Kia gengið með þennan bíl nógu lengi í maganum til að taka ákvörðun um framleiðslu hans eða ekki. Svarið er, hann verður framleiddur. Þá er bara spurningin hversu langt hann verður frá hugmyndabílnum fríða. Hverskonar undirvagn verður í þessum bíl er óvíst, en ekki er talið ólíklegt að það verði sá sami og er í Hyundai Genesis eða Kia Quoris, sem heitir núorðið K900 í Bandaríkjunum. Ef svo yrði, væri bíllinn afturhjóladrifinn, eins og sannur sportbíll, en ef annarskonar núverandi undirvagnar Kia eða Hyundai verða fyrir valinu, verður hann framhjóladrifinn. Heyrst hefur einnig að Kia ætli að framleiða mjög smáan sportbíl sem ætlað yrði að keppa við Mazda Miata og verður hann kynntur á bílasýningunni í Detroit í janúar. Ef hann fær góðar móttökur verður hann kominn í framleiðslu fyrir enda næsta árs. Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Allt bendir til verkfalls Innlent
Einn af fallegri bílum bílasýningarinnar í Frankfürt fyrir tveimur árum var þessi sportlegi hugmyndabíll frá Kia. Nú hefur Kia gengið með þennan bíl nógu lengi í maganum til að taka ákvörðun um framleiðslu hans eða ekki. Svarið er, hann verður framleiddur. Þá er bara spurningin hversu langt hann verður frá hugmyndabílnum fríða. Hverskonar undirvagn verður í þessum bíl er óvíst, en ekki er talið ólíklegt að það verði sá sami og er í Hyundai Genesis eða Kia Quoris, sem heitir núorðið K900 í Bandaríkjunum. Ef svo yrði, væri bíllinn afturhjóladrifinn, eins og sannur sportbíll, en ef annarskonar núverandi undirvagnar Kia eða Hyundai verða fyrir valinu, verður hann framhjóladrifinn. Heyrst hefur einnig að Kia ætli að framleiða mjög smáan sportbíl sem ætlað yrði að keppa við Mazda Miata og verður hann kynntur á bílasýningunni í Detroit í janúar. Ef hann fær góðar móttökur verður hann kominn í framleiðslu fyrir enda næsta árs.
Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Allt bendir til verkfalls Innlent