Volvo hættir framleiðslu C70 Finnur Thorlacius skrifar 31. október 2013 14:45 Volvo C70 blæjubíll. Í lok þessa árs mun framleiðslu á Volvo C70 Coupe bílnum verða hætt. Ekki nóg með það heldur mun verksmiðjan sem framleitt hefur þennan bíl í Svíþjóð verða lokað. Volvo C70 kom fyrst fram árið 1997, bæði sem blæjubíll og með harðan topp. Volvo hefur ætlað hinum nýja Volvo Concept Coupe, sem sýndur var á bílasýningunni í Frankfürt nýlega, að taka við C70. Á þeim bíl gæti þó orðið bið og víst að sá bíll verður ekki kominn í sölu þegar æviskeiði C70 lýkur. Mjög mikið er að gerast hjá Volvo, þ.e. helst í hönnunardeild þeirra, þar sem flestir framleiðslubílar Volvo eru nú að fara í gegnum endurhönnun. Næsti nýi bíll sem Volvo kynnir verður XC90 jeppinn sem Volvo hefur frestað útkomu á trekk í trekk. Volvo Concept Coupe þótti með fallegri bílum á bílasýningunni í Frankfürt. Honum er ætlað að leysa af C70 bílinn. Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent
Í lok þessa árs mun framleiðslu á Volvo C70 Coupe bílnum verða hætt. Ekki nóg með það heldur mun verksmiðjan sem framleitt hefur þennan bíl í Svíþjóð verða lokað. Volvo C70 kom fyrst fram árið 1997, bæði sem blæjubíll og með harðan topp. Volvo hefur ætlað hinum nýja Volvo Concept Coupe, sem sýndur var á bílasýningunni í Frankfürt nýlega, að taka við C70. Á þeim bíl gæti þó orðið bið og víst að sá bíll verður ekki kominn í sölu þegar æviskeiði C70 lýkur. Mjög mikið er að gerast hjá Volvo, þ.e. helst í hönnunardeild þeirra, þar sem flestir framleiðslubílar Volvo eru nú að fara í gegnum endurhönnun. Næsti nýi bíll sem Volvo kynnir verður XC90 jeppinn sem Volvo hefur frestað útkomu á trekk í trekk. Volvo Concept Coupe þótti með fallegri bílum á bílasýningunni í Frankfürt. Honum er ætlað að leysa af C70 bílinn.
Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent