Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, staðfesti við Fréttablaðið í gær að reikna mætti með breytingum á liðinu í dag gegn Serbíu frá því í leiknum gegn Sviss.
Stelpurnar okkar mæta Serbum ytra í öðrum leik sínum í undankeppni HM 2015 ytra í dag. Flautað verður til leiks klukkan 13 en fylgst verður með gangi mála hér á Vísi.
Freyr sagði að bæði yrðu breytingar á byrjunarliðinu sjálfu en einnig taktísku uppleggi liðsins. Landsliðsþjálfarinn staðfesti í Sportspjallinu á Vísi á dögunum að best væri að Hallbera Guðný Gísladóttir léki í stöðu vinstri bakvarðar með landsliðinu. Hallbera var í sinni gömlu stöðu, vinstri kanti, gegn Sviss en reikna má með henni í stöðu vinstri bakvarðar í dag.
Þá má telja afar líklegt að Freyr láti Þóru Björgu Helgadóttur byrja leikinn á kostnað Guðbjargar Gunnarsdóttur. Guðbjörg fór á kostum með landsliðinu í Svíþjóð á meðan Þóra sat á bekknum. Guðbjörg gerði sig hins vegar seka um slæm mistök í fyrra marki Sviss á Laugardalsvelli en varði þó vel út leikinn.
Þóra Björg hefur verið í sérflokki í sænsku deildinni á nýyfirstaðinni leiktíð. Að óbreyttu verður hún í marki Íslands í dag. Margrét Lára Viðarsdóttir mun bera fyrirliðabandið í dag. Tilkynnt var í gær að Margrét Lára yrði arftaki Katrínar Jónsdóttur sem leitt hefur íslenska liðið undanfarin áratug.
Reiknað með að Þóra Björg byrji í markinu
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


Haaland sló enn eitt metið í gær
Fótbolti



Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið
Handbolti


Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti


Styrmir skoraði tólf í naumum sigri
Körfubolti
