Viðtökur Bandaríkjamanna virðast vera alveg ótrúlegar. Á App Store er leikurinn með fullt hús stiga og margar góðar umsagnir. „Bravo Plain Vanilla!“, „Sooo good“, This is the best quiz app ever. It has endless categories and very easy an good!“ sem þýðir á íslensku: Þetta er besta spurningaappið sem til er með endlaust af flokkum og er eintfalt í notkun.

Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og forstjóri Plain Vanilla sem þróaði leikinn segir að leikurinn hafi farið á flug án þess að þeir hafi enn sem komið er þurft að auglýsa leikinn nokkuð að ráði.
Hann segir að slíkt sé afar sjaldgæft en app markaðurinn Í Bandaríkjunum sé af mörgum talinn harðasti samkeppnismarkaður í heimi þar sem um eitt þúsund ný forrit koma inn daglega. „Það er ótrúlegt að app sem byggigr ekki á neinum þekktum vörumerkjum skuli ná svona langt á jafn stuttum tíma.“
Þegar fréttastofa náði tali af Þorsteini var hann að koma af því sem hann segir að kalla megi hraðstefnumót fyrir frumkvöðla. Stefnumótið var haldið í Háskóla Íslands fyrir tilstilli Landsbankans. Þar gátu nýir frumkvöðlar fengið ráð hjá þeim sem eldri eru og reyndari.