Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur ákveðið að senda Mychal Green heim eftir að hafa spilað fjóra leiki með liðinu í Dominos-deild karla en þetta kemur fram á vefsíðunni Karfan.is.
Skallagrímur er í 10. sæti deildarinnar með tvö stig en liðið sækir Njarðvíkinga heim í kvöld.
Green hefur skorað 21 stig að meðaltali í leikjunum fjórum en ástæðan fyrir brottrekstri leikmannsins er óljós.

