Lögmaður Lárusar Welding fór hörðum orðum um sérstakan saksóknara Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2013 13:15 Lárus Welding ásamt lögmanni sínum Óttari Pálssyni og Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari við fyrirtökuna í dag. Myndir/GVA Lögmaður Lárusar Welding fór hörðum orðum um embætti sérstaks saksóknara í fyrirtöku í Aurum málinu í dag. Óttar Pálsson, hæstaréttarlögmaður og verjandi Lárusar, lagði fram fyrir hönd allra verjenda í málinu yfirmatsgerð með nýju verðmati á breska félaginu Aurum Holding. Samkvæmt því er eignarhluti félagsins, sem var í eigu Fons, metinn á bilinu 345 til 2.080 milljónir króna. Glitnir lánaði félaginu FS38, í eigu Pálma Haraldssonar sex milljarða króna til kaupa á hlut Fons í Aurum. Áður höfðu matsmennirnir Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði og fyrrum efnahags- og viðskiptaráðherra og Bjarni Frímann Karlsson, lektor í viðskiptafræði, lagt fram undirmatsgerð þar sem þeir sögðu kaupverðið hafa verið þrettánfalt raunvirði hlutarins. Þá lagði Óttar fram bókun, þar sem skorað var á ákæruvaldið að leggja fram lögfræðilega og fjárhagslega áreiðanleikakönnun sem og fjárfestingasniðmát sem félagið Damas Jewellry í Dubai, stærsti skartgripasali Mið-Austurlanda, hafði framkvæmt á Aurum. Í bókuninni segir að þessi gögn innihaldi umtalsverða sérfræði- og ráðgjafarvinnu sem unnin var fyrir Damas sem kaupanda, í tengslum við hin fyrirhuguðu viðskipti með hlutafé í Aurum og hafi kostað verulega fjármuni. Bendi það eindregið til þess að Damas hafi verið full alvara í viðræðum sínum við seljanda og gefi til kynna að að viðskiptin myndu ganga eftir. Þá segir að til grundvallar viðræðum Damas um viðskiptin hafi af þessu hálfu verið gert ráð fyrir að hlutafjárvirði Aurum hafi verið í kringum 107 milljónir sterlingspunda. Þá sé ekkert í þeim gögnum sem lögð voru fram sem gefi vísbendingu um að tilefni hafi verið til að falla frá kaupum vegna atriða sem leidd hafi verið í ljós við lögfræði- og/eða fjárhagslegu áreiðanleikakannanirnar og eftir standi því sú skýring að horfið hafi verið frá viðskiptunum vegna breytinga á markaðsaðstæðum í september 2008. Óttar fór hörðum orðum um sérstakan saksóknara, sagði hann hafa legið á þessum áreiðanleikakönnunum og fjárfestingasniðmátinu lengi, en hann hefði haft þær undir höndum síðan í maí 2011 en verjendur ekki fengið aðgang að þessum gögnum fyrr en 10 mánuðum eftir þingfestingu málsins. Telur Óttar að umrædd gögn séu mikilvæg í þágu varnarinnar og við blasi að rannsakendur og ákæruvald hafi í lengstu lög kostið að halda þessum gögnum frá sakborningum og verjendum. Það sé alvarlegt brot á hlutlægnisskyldu sem hljóti að hafa afleiðingar að lögum. Sagði Óttar að fyrir hönd allra ákæru áskildi hann sér allan rétt í því sambandi. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagðist hafa reynt að leggja fram þessi gögn áður við meðferð málsins, en hafi verið meinað að leggja fram þessar áreiðanleikakannanir, þar sem þær séu á ensku, en þingmálið er íslenska. Í fyrirtökunni í dag var ákveðið að þýðing á þessum skjölum myndi fara fram í kjölfarið og þær lagðar fram við næstu fyrirtöku í lok nóvember. Dómari málsins bað sækjanda og verjendur að gera ráð fyrir aðalmeðferð í lok janúar en vitnalisti sérstaks saksóknara telur rúmlega 40 manns og búast má við að listinn lengist með vitnum sem verjendur munu kalla til. Þannig gæti farið að aðalmeðferðin muni taka nokkra daga eða vikur. Aurum Holding málið Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Lögmaður Lárusar Welding fór hörðum orðum um embætti sérstaks saksóknara í fyrirtöku í Aurum málinu í dag. Óttar Pálsson, hæstaréttarlögmaður og verjandi Lárusar, lagði fram fyrir hönd allra verjenda í málinu yfirmatsgerð með nýju verðmati á breska félaginu Aurum Holding. Samkvæmt því er eignarhluti félagsins, sem var í eigu Fons, metinn á bilinu 345 til 2.080 milljónir króna. Glitnir lánaði félaginu FS38, í eigu Pálma Haraldssonar sex milljarða króna til kaupa á hlut Fons í Aurum. Áður höfðu matsmennirnir Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði og fyrrum efnahags- og viðskiptaráðherra og Bjarni Frímann Karlsson, lektor í viðskiptafræði, lagt fram undirmatsgerð þar sem þeir sögðu kaupverðið hafa verið þrettánfalt raunvirði hlutarins. Þá lagði Óttar fram bókun, þar sem skorað var á ákæruvaldið að leggja fram lögfræðilega og fjárhagslega áreiðanleikakönnun sem og fjárfestingasniðmát sem félagið Damas Jewellry í Dubai, stærsti skartgripasali Mið-Austurlanda, hafði framkvæmt á Aurum. Í bókuninni segir að þessi gögn innihaldi umtalsverða sérfræði- og ráðgjafarvinnu sem unnin var fyrir Damas sem kaupanda, í tengslum við hin fyrirhuguðu viðskipti með hlutafé í Aurum og hafi kostað verulega fjármuni. Bendi það eindregið til þess að Damas hafi verið full alvara í viðræðum sínum við seljanda og gefi til kynna að að viðskiptin myndu ganga eftir. Þá segir að til grundvallar viðræðum Damas um viðskiptin hafi af þessu hálfu verið gert ráð fyrir að hlutafjárvirði Aurum hafi verið í kringum 107 milljónir sterlingspunda. Þá sé ekkert í þeim gögnum sem lögð voru fram sem gefi vísbendingu um að tilefni hafi verið til að falla frá kaupum vegna atriða sem leidd hafi verið í ljós við lögfræði- og/eða fjárhagslegu áreiðanleikakannanirnar og eftir standi því sú skýring að horfið hafi verið frá viðskiptunum vegna breytinga á markaðsaðstæðum í september 2008. Óttar fór hörðum orðum um sérstakan saksóknara, sagði hann hafa legið á þessum áreiðanleikakönnunum og fjárfestingasniðmátinu lengi, en hann hefði haft þær undir höndum síðan í maí 2011 en verjendur ekki fengið aðgang að þessum gögnum fyrr en 10 mánuðum eftir þingfestingu málsins. Telur Óttar að umrædd gögn séu mikilvæg í þágu varnarinnar og við blasi að rannsakendur og ákæruvald hafi í lengstu lög kostið að halda þessum gögnum frá sakborningum og verjendum. Það sé alvarlegt brot á hlutlægnisskyldu sem hljóti að hafa afleiðingar að lögum. Sagði Óttar að fyrir hönd allra ákæru áskildi hann sér allan rétt í því sambandi. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagðist hafa reynt að leggja fram þessi gögn áður við meðferð málsins, en hafi verið meinað að leggja fram þessar áreiðanleikakannanir, þar sem þær séu á ensku, en þingmálið er íslenska. Í fyrirtökunni í dag var ákveðið að þýðing á þessum skjölum myndi fara fram í kjölfarið og þær lagðar fram við næstu fyrirtöku í lok nóvember. Dómari málsins bað sækjanda og verjendur að gera ráð fyrir aðalmeðferð í lok janúar en vitnalisti sérstaks saksóknara telur rúmlega 40 manns og búast má við að listinn lengist með vitnum sem verjendur munu kalla til. Þannig gæti farið að aðalmeðferðin muni taka nokkra daga eða vikur.
Aurum Holding málið Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira