Nýr vetnisbíll frá Toyota Finnur Thorlacius skrifar 6. nóvember 2013 10:15 Nýi vetnisbíll Toyota er straumlínulagaður. Þó svo faðir Tesla bílanna, Elon Musk hafi ekki trú á framtíð vetnisbíla er ekki svo farið um alla. Toyota mun kynna nýjan vetnisbíl á komandi bílasýningu í Tokyo sem fengið hefur nafnið FCV (Fuel Cell Vehicle). Þessi bíll fer 500 kílómetra á hverjum vetnistanki og mun kosta á bilinu 50-100 þúsund dollara, eða 6-12 milljónir króna. Ekki telst það lágt verð fyrir fólksbíl í millistærðarflokki, svo það er eins gott að hann hafi ýmislegt gott fram að færa. Toyota hefur mikla trú að honum og vetnisnotkun í bíla og á allt eins von á að þarna sé kominn arftaki Prius bílsins. FCV bíllinn er tvöfalt öflugri en núverandi vetnisbíll, Toyota FCHV. Bíllinn sem kynntur er nú er væntanlegur í sölu árið 2015. Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent
Þó svo faðir Tesla bílanna, Elon Musk hafi ekki trú á framtíð vetnisbíla er ekki svo farið um alla. Toyota mun kynna nýjan vetnisbíl á komandi bílasýningu í Tokyo sem fengið hefur nafnið FCV (Fuel Cell Vehicle). Þessi bíll fer 500 kílómetra á hverjum vetnistanki og mun kosta á bilinu 50-100 þúsund dollara, eða 6-12 milljónir króna. Ekki telst það lágt verð fyrir fólksbíl í millistærðarflokki, svo það er eins gott að hann hafi ýmislegt gott fram að færa. Toyota hefur mikla trú að honum og vetnisnotkun í bíla og á allt eins von á að þarna sé kominn arftaki Prius bílsins. FCV bíllinn er tvöfalt öflugri en núverandi vetnisbíll, Toyota FCHV. Bíllinn sem kynntur er nú er væntanlegur í sölu árið 2015.
Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent