Embættismaður stal senunni með trylltum dansi á Airwaves Jón Júlíus Karlsson skrifar 4. nóvember 2013 09:55 Frábær stemmning var á tónleikum FM Belfast á laugardagskvöld í Hörpu á Iceland Airwaves. Íslenska sveitin náði upp magnaðri stemmningu í Silfurbergi og var fjölmennt í salnum. Segja má þó að einn meðlimur sveitarinnar, Egill Eyjólfsson, hafi algjörlega stolið senunni á tónleikunum. FM Belfast er mikil stuðsveit og myndar jafnan mikla stemmningu á tónleikum sínum. Egill segist sjálfur gegn þýðingamiklu hlutverki í sveitinni. Hann syngur bakraddir og rappar auk þess að hann dansar af lífi og sál. Egill stal algjörlega senunni með dansi sínum á tónleikunum á laugardagskvöld og dansaði sig inn í hug og hjörtu tónleikagesta. „Það var mikil stemmning á laugardag. Það er mismunandi upplifun af hverjum tónleikum fyrir sig en þessir tónleikar voru mjög skemmtilegir,“ segir Egill.Mætti frá Brussel á tónleikanna Egill nær ekki öllum tónleikum FM Belfast vegna vinnu sinnar. Hann er búsettur í Brussel og starfar hjá EFTA, fríverslunarsamtökum Evrópu. Það kemur kannski mörgum á óvart að þessi hressi liðsmaður FM Belfast starfi sem embættismaður hjá alþjóðlegum fríverslunarsamtökum. Egill segir þó að starfið passi vel með spilamennsku í FM Belfast. „Það er frábært að geta stigið upp frá skrifborðinu og upp á svið. Ég fæ mikla jákvæða orku úr starfi mínu sem ég get nýtt það með FM Belfast,“ segir Egill. Danshæfileikar hans vöktu mikla gleði á tónleikunum. Hann er þó ekkert lærður í dansi. Egill mætti sérstaklega frá Brussel til Íslands til að taka þátt í tónleikum FM Belfast á Iceland Airwaves. Þegar Vísir náði tali af kappanum þá var hann mættur aftur til Brussel. „Ég næ meirihlutanum af tónleikunum þó ég sé búsettur í Brussel. Það er stutt að fara ef sveitin er að spila í Evrópu,“ segir Egill. Mikið er framundan hjá sveitinni en FM Belfast mun gefa frá sér nýja plötu innan skamms. „Það er ný plata væntanleg og svo eru tónleikar framundan í Tokyo í Japan. Ég ætla að fara með til Japan og við erum öll mjög spennt fyrir því að spila í Japan,“ segir Egill að lokum. Í myndbandinu hér að ofan má sjá nokkur dansspor frá kappanum á tónleikunum á laugardag. Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Frábær stemmning var á tónleikum FM Belfast á laugardagskvöld í Hörpu á Iceland Airwaves. Íslenska sveitin náði upp magnaðri stemmningu í Silfurbergi og var fjölmennt í salnum. Segja má þó að einn meðlimur sveitarinnar, Egill Eyjólfsson, hafi algjörlega stolið senunni á tónleikunum. FM Belfast er mikil stuðsveit og myndar jafnan mikla stemmningu á tónleikum sínum. Egill segist sjálfur gegn þýðingamiklu hlutverki í sveitinni. Hann syngur bakraddir og rappar auk þess að hann dansar af lífi og sál. Egill stal algjörlega senunni með dansi sínum á tónleikunum á laugardagskvöld og dansaði sig inn í hug og hjörtu tónleikagesta. „Það var mikil stemmning á laugardag. Það er mismunandi upplifun af hverjum tónleikum fyrir sig en þessir tónleikar voru mjög skemmtilegir,“ segir Egill.Mætti frá Brussel á tónleikanna Egill nær ekki öllum tónleikum FM Belfast vegna vinnu sinnar. Hann er búsettur í Brussel og starfar hjá EFTA, fríverslunarsamtökum Evrópu. Það kemur kannski mörgum á óvart að þessi hressi liðsmaður FM Belfast starfi sem embættismaður hjá alþjóðlegum fríverslunarsamtökum. Egill segir þó að starfið passi vel með spilamennsku í FM Belfast. „Það er frábært að geta stigið upp frá skrifborðinu og upp á svið. Ég fæ mikla jákvæða orku úr starfi mínu sem ég get nýtt það með FM Belfast,“ segir Egill. Danshæfileikar hans vöktu mikla gleði á tónleikunum. Hann er þó ekkert lærður í dansi. Egill mætti sérstaklega frá Brussel til Íslands til að taka þátt í tónleikum FM Belfast á Iceland Airwaves. Þegar Vísir náði tali af kappanum þá var hann mættur aftur til Brussel. „Ég næ meirihlutanum af tónleikunum þó ég sé búsettur í Brussel. Það er stutt að fara ef sveitin er að spila í Evrópu,“ segir Egill. Mikið er framundan hjá sveitinni en FM Belfast mun gefa frá sér nýja plötu innan skamms. „Það er ný plata væntanleg og svo eru tónleikar framundan í Tokyo í Japan. Ég ætla að fara með til Japan og við erum öll mjög spennt fyrir því að spila í Japan,“ segir Egill að lokum. Í myndbandinu hér að ofan má sjá nokkur dansspor frá kappanum á tónleikunum á laugardag.
Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira