Tveir íslenskir blakmenn lögðust í víking í haust og gengu til liðs við nýtt blaklið í Gautaborg, Gautaborg United, í Svíþjóð. Liðið er stórhuga og hefur farið vel af stað í Superettunni.
Alexander Stefánsson og Ingólfur Hilmar Guðjónsson gengu til liðs við Gautaborg United frá HK í haust. Liðið er með 10 stig eftir fjóra leiki í efsta sæti síns riðils sem stendur. Liðið lagði KFUK-KFUM Gautaborg í gær 3-1.
Superettunni er skipt í þrjár sex liða riðla, norður, mið og suður. Gautaborg United leikur í mið riðlinum en tvö lið úr hverjum riðli komast í Allsvenskan um áramót og leika í nýrri sex liða deild. Þar keppa liðin um tvö laus sæti í Elitserien.
Gengið hefur vel hjá Alexander og Ingólfi í byrjun er liðið í góðri stöðu í riðlinum þegar liðið hefur leikið fjóra leiki af tíu en liðið hefur unnið þrjá leiki og tapað einum.
Byrjar vel hjá Íslendingunum í Gautaborg United
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið





Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá
Körfubolti

Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá
Enski boltinn



