Barcelona vann ágætan sigur á grönnum sínum í Espanyol, 1-0, á Neu Camp í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld.
Staðan var 0-0 í hálfleik og voru heimamenn í töluverðum erfileikum með að skapa sér hættulegt færi.
Alexis Sanchez skoraði eina mark leiksins tuttugu mínútum fyrir leikslok þegar hann renndi boltanum yfir endalínuna eftir frábæran undirbúning frá Neymar.
Leiknum lauk síðan með 1-0 sigri Barcelona sem er í efsta sæti deildarinnar með 34 stig, fjórum stigum á undan Atletico Madrid sem á reyndar einn leik til góða.
Barcelona vann grannaslaginn gegn Espanyol
Stefán Árni Pálsson skrifar
