Mercedes Benz B-Class EV kemst 200 kílómetra á rafhleðslunni Finnur Thorlacius skrifar 3. nóvember 2013 09:30 Styttast fer í nýja útgáfu B-Class bíls Mercedes Benz, en hann er svokallaður tvinntengibíll og fær hið langa nafn Mercedes Benz B-Class Electric Drive. Rafhlöður bílsins eru nægilega stórar til að aka honum eingöngu á þeim fyrstu 200 kílómetrana. Rafhlöðurnar, sem fengnar eru frá Tesla, eru neðst í bílnum og þyngdarpunktur hans því lágur. Hann er með frísklega og hljóðláta upptöku og nær 100 km hraða á 7,9 sekúndum, en hámarkshraðinn er ekki sérlega hár, eða 160 km/klst, enda rafrænt takmarkaður. Að aftan verður bíllinn með rennihurðum og að því leiti frábrugðinn núverandi B-Class. Hann skartar einnig glerþaki. Bíllinn er 177 hestöfl og togið er 340 Nm. Engum sögum fer af verði þessa bíls en hann er væntanlegur um vor næsta árs á mjög svo samkeppnihæfu verði að sögn Mercedes Benz manna. Víst er að þessum bíl verður ætlað að keppa við BMW i3 rafmagnsbílinn og verður vafalaust nokkru ódýrari. Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent
Styttast fer í nýja útgáfu B-Class bíls Mercedes Benz, en hann er svokallaður tvinntengibíll og fær hið langa nafn Mercedes Benz B-Class Electric Drive. Rafhlöður bílsins eru nægilega stórar til að aka honum eingöngu á þeim fyrstu 200 kílómetrana. Rafhlöðurnar, sem fengnar eru frá Tesla, eru neðst í bílnum og þyngdarpunktur hans því lágur. Hann er með frísklega og hljóðláta upptöku og nær 100 km hraða á 7,9 sekúndum, en hámarkshraðinn er ekki sérlega hár, eða 160 km/klst, enda rafrænt takmarkaður. Að aftan verður bíllinn með rennihurðum og að því leiti frábrugðinn núverandi B-Class. Hann skartar einnig glerþaki. Bíllinn er 177 hestöfl og togið er 340 Nm. Engum sögum fer af verði þessa bíls en hann er væntanlegur um vor næsta árs á mjög svo samkeppnihæfu verði að sögn Mercedes Benz manna. Víst er að þessum bíl verður ætlað að keppa við BMW i3 rafmagnsbílinn og verður vafalaust nokkru ódýrari.
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent