Ríkissjóður í ruslflokk ef Seðlabankinn fjármagnar skuldaleiðréttingu Höskuldur Kári Schram skrifar 18. nóvember 2013 14:51 Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, og Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri. Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, segir að lánshæfiseinkunn ríkissjóðs fari í ruslflokk ef Seðlabankanum verði gert með lagabreytingum að fjármagna skuldaleiðréttingarsjóð. Þetta kom fram á opnum fundi í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun. Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri, Gylfi Zoëga prófessor í hagfræði og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, mættu fyrir hönd peningastefnunefndar á fund efnhags- og viðskiptanefndar Alþingis. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði um boðaðar skuldaleiðréttingar og hvaða áhrif leiðréttingarsjóður myndi hafa ef hann væri fjármagnaður með vaxtalausu skuldabréfi Seðlabankans. Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri, sagðist ekki geta sagt mikið enda hafi hann ekki séð hvernig ríkisstjórnin hyggst framkvæma boðaðar skuldaaðgerðir. Hins væri það ljóst að leiðréttingarsjóður væri ígildi peningaprentunar. „Og það þarf ekki að stafa ofaní ykkur hvaða áhrif það hefur,“ sagði Már. Þórarinn tók í sama streng. „Það að fjármagna [leiðréttingarsjóð] í gegnum efnahagsreikning Seðlabankans yrði í fyrsta lagi ólöglegt miðað við núverandi lög, þ.e. það er Seðlabankans og peningastefnunefndar að sýsla með stærð efnahagsreiknings Seðlabankans ekki stjórnvalda. Það er auðvitað hægt að breyta þeim lögum en ég held að það yrði öruggasta leiðin til að senda lánshæfiseinkunn ríkissjóðs beint niður í ruslflokk. En við erum ekki búnir að sjá útfærsluna og verðum bara að bíða og sjá,“ sagði Þórarinn. Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira
Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, segir að lánshæfiseinkunn ríkissjóðs fari í ruslflokk ef Seðlabankanum verði gert með lagabreytingum að fjármagna skuldaleiðréttingarsjóð. Þetta kom fram á opnum fundi í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun. Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri, Gylfi Zoëga prófessor í hagfræði og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, mættu fyrir hönd peningastefnunefndar á fund efnhags- og viðskiptanefndar Alþingis. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði um boðaðar skuldaleiðréttingar og hvaða áhrif leiðréttingarsjóður myndi hafa ef hann væri fjármagnaður með vaxtalausu skuldabréfi Seðlabankans. Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri, sagðist ekki geta sagt mikið enda hafi hann ekki séð hvernig ríkisstjórnin hyggst framkvæma boðaðar skuldaaðgerðir. Hins væri það ljóst að leiðréttingarsjóður væri ígildi peningaprentunar. „Og það þarf ekki að stafa ofaní ykkur hvaða áhrif það hefur,“ sagði Már. Þórarinn tók í sama streng. „Það að fjármagna [leiðréttingarsjóð] í gegnum efnahagsreikning Seðlabankans yrði í fyrsta lagi ólöglegt miðað við núverandi lög, þ.e. það er Seðlabankans og peningastefnunefndar að sýsla með stærð efnahagsreiknings Seðlabankans ekki stjórnvalda. Það er auðvitað hægt að breyta þeim lögum en ég held að það yrði öruggasta leiðin til að senda lánshæfiseinkunn ríkissjóðs beint niður í ruslflokk. En við erum ekki búnir að sjá útfærsluna og verðum bara að bíða og sjá,“ sagði Þórarinn.
Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira