Þrír menn og tveir hestar sluppu ómeiddir þegar bíll með hestakerru hafnaði utan vegar á Hellisheiði í gærkvöldi. Tveir ferðamenn sluppu líka ómeiddir þegar bíll þeirra valt út af þjóðveginum um Kleifaheiði í gærkvöldi.
Bíllinn fór margar veltur og er gjör ónýtur og þykir með ólíkindum að ferðamennirnir skuli hafa sloppið ómeiddir. Vetrarfæri og hálka er um allt land en allir helstu vegir eru þó greiðfærir.

