Það er vetrarfærð á landinu öllu. Hálka og snjóþekja er nokkuð víða á Suðurlandi.
Á Vestfjörðum er víðast hvar hálka. Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði eru ófærar. Þá er Ófært er um Öxi og Breiðdalsheiði. Verið er að hreinsa vegi á Norður- og Austurlandi. Mokað verður yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi, sem og Vopnafjarðarheiði, þótt venjulega sé þar ekki þjónusta á laugardögum. Vegagerðin vekur athygli á að ekki eru allir vegir í þjónustu alla daga vikunnar.
Vegfarendur, sérstaklega á lengri leiðum, ættu því að kynna sér færð, veður og veðurútlit áður en lagt er af stað.

