"Alli Abstrakt dó sumarið 2013“ 14. nóvember 2013 17:17 Alexander Jarl Mynd/Úr einkasafni Alexander Jarl frumflytur á Vísi sitt fyrsta lag, Ekki þannig, en myndband við lagið er að finna neðar í fréttinni. Alexander Jarl gekk áður undir listamannanafninu Alli Abstrakt. „Alli Abstrakt dó sumarið 2013. Mér finnst engin þörf á viðurnefninu lengur þar sem tónlistin sem ég geri núna kemur beint frá mér, óritskoðað frá hjartanu, en ekki bara eitthvað rapp um hver er bestur,“ segir Alexander Jarl. „Það áttu sér stað róttækar breytingar í mínu lífi þetta ár sem leiddu til þess að ég byrjaði aftur að tjá mig í tónlistinni eftir langa fjarveru. Ég hafði verið fastur í sama fari alltof lengi og fékk leið því en nú eru nýir tímar, ég er mjög spenntur að gefa þetta út og sjá hvernig fólk tekur í Jarlinn,“ heldur hann áfram. Að sögn Alexanders byrjaði hann snemma í músík. „Ég byrjaði 15 ára í taktasmíðinni og fór fljótlega þar eftir að skrifa texta. Síðan þá hefur maður dútlað við ýmis hljóðfæri en ég finn mig best í pródúseringunni og textagerð,“ útskýrir Alexander en hann hefur fengið dygga aðstoð vina sinna við tónlistarsköpunina. „Það er eins og örlög annars hvers manns úr Vesturbænum liggi í tónlistinni og margir af mínum æskuvinum eru mjög færir pródúserar og veita mér mikinn innblástur,“ segir Alexander.Mynd/Úr einkasafniÞær sögur hafa lengi gengið um föður Alexanders, að hann hafi verið NBA-stjarna. „Ég er oft spurður út í þetta en hér er stór misskilningur á ferð,“ segir Alexander og hlær. „Kallinn spilaði stutt tímabil í ABA (American Basketball Association) en fékk engar mínútur á vellinum! Ég fékk sjálfur boð að spila fyrir lið í þeirri deild en átti of margt ógert hér á klakanum til að flytja út. Við feðgarnir eigum mjög furðulegt samband en við dettum alltaf í grimman one-on-one þegar ég kíki til hans í USA,“ útskýrir Alexander. Aðspurður segist Alexander Jarl ekki vita hvað sé á döfinni. „Ég hef ekkert ákveðið annað en að halda áfram að gera mína tónlist og dæla henni út á lýðinn. Framhaldið er óljóst,“ segir Alexander að lokum. Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Alexander Jarl frumflytur á Vísi sitt fyrsta lag, Ekki þannig, en myndband við lagið er að finna neðar í fréttinni. Alexander Jarl gekk áður undir listamannanafninu Alli Abstrakt. „Alli Abstrakt dó sumarið 2013. Mér finnst engin þörf á viðurnefninu lengur þar sem tónlistin sem ég geri núna kemur beint frá mér, óritskoðað frá hjartanu, en ekki bara eitthvað rapp um hver er bestur,“ segir Alexander Jarl. „Það áttu sér stað róttækar breytingar í mínu lífi þetta ár sem leiddu til þess að ég byrjaði aftur að tjá mig í tónlistinni eftir langa fjarveru. Ég hafði verið fastur í sama fari alltof lengi og fékk leið því en nú eru nýir tímar, ég er mjög spenntur að gefa þetta út og sjá hvernig fólk tekur í Jarlinn,“ heldur hann áfram. Að sögn Alexanders byrjaði hann snemma í músík. „Ég byrjaði 15 ára í taktasmíðinni og fór fljótlega þar eftir að skrifa texta. Síðan þá hefur maður dútlað við ýmis hljóðfæri en ég finn mig best í pródúseringunni og textagerð,“ útskýrir Alexander en hann hefur fengið dygga aðstoð vina sinna við tónlistarsköpunina. „Það er eins og örlög annars hvers manns úr Vesturbænum liggi í tónlistinni og margir af mínum æskuvinum eru mjög færir pródúserar og veita mér mikinn innblástur,“ segir Alexander.Mynd/Úr einkasafniÞær sögur hafa lengi gengið um föður Alexanders, að hann hafi verið NBA-stjarna. „Ég er oft spurður út í þetta en hér er stór misskilningur á ferð,“ segir Alexander og hlær. „Kallinn spilaði stutt tímabil í ABA (American Basketball Association) en fékk engar mínútur á vellinum! Ég fékk sjálfur boð að spila fyrir lið í þeirri deild en átti of margt ógert hér á klakanum til að flytja út. Við feðgarnir eigum mjög furðulegt samband en við dettum alltaf í grimman one-on-one þegar ég kíki til hans í USA,“ útskýrir Alexander. Aðspurður segist Alexander Jarl ekki vita hvað sé á döfinni. „Ég hef ekkert ákveðið annað en að halda áfram að gera mína tónlist og dæla henni út á lýðinn. Framhaldið er óljóst,“ segir Alexander að lokum.
Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira