Viswanathan Anand slapp með skrekkinn og náði jafntefli gegn Norðmanninum Magnusi Carlsen í fjórðu skák kappanna um heimsmeistaratitilinn.
Norðmaðurinn 22 ára hafði svart og náði góðri stöðu. Hann kom Anand í opna skjöldu með óvæntum útspilum sem dugðu þó ekki til að tryggja sigur. Fór svo að niðurstaðan varð jafntefli í fjórðu skákinni í röð.
Skákin í dag stóð yfir í tæpar sex klukkustundir. Staðan í einvíginu er 2-2.
