Strákarnir okkar mæta Króötum á föstudaginn í fyrri leik liðanna um laust sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins í Brasilíu næsta sumar.
Landsliðsmennirnir verða í anddyri íþróttahússins Kórsins í Kópavogi frá klukkan 17:00 til 17:30. Knattspyrnusamband Íslands býður alla velkomna í Kórinn til að hitta strákana og fá eiginhandaráritun leikmanna. Vegna æfinga liðsins verður aðeins um þennan tíma að ræða.
