Lagerbäck: Strákarnir væla hvorki né kvarta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. nóvember 2013 15:51 Lars Lagerbäck ræðir við landsliðsmenn á æfingunni í Kópavogi í dag. Mynd/Vilhelm „Það vælir enginn. Engar kvartanir,“ segir Lars Lagerbäck um viðhorf íslensku landsliðsmannanna í knattspyrnu. Landsliðsþjálfari Íslands er í viðtali við Guardian sem líkt og svo margir fjölmiðlar klóra sér í kollinum yfir þeirri staðreynd að litla Íslands sé umspilsleikjum frá sæti á heimsmeistaramótinu. Aðspurður um viðhorf íslensku leikmannanna segir hann frá fyrrnefndu vælleysi sem hann fagnar. „Líttu á ferðalög okkar sem dæmi. Við erum ekki ríkasta knattspyrnusambandið svo stundum eru ferðalögin óþarflega flókin. Einu sinni þurftum við að bíða í sex klukkustundir í London eftir flugvél og enginn sagði orð,“ segir Lagerbäck og rifjar upp ferðalag Íslands til Kýpur í undankeppninni.Yakubu klúðrar dauðafæri í viðureign Nígeríu og Suður-Kóreu á HM 2010.Nordicphotos/GettyBlaðamaður Guardian bendir á þá staðreynd að Lagerbäck sé að öllum líkindum besti landsliðsþjálfari álfunnar síðastliðin fimmtán ár. Hann kom Svíum á fimm stórmót í röð og hefði Yakubu Ayegbeni ekki klúðrað fyrir opnu marki af tveggja metra færi hefði Nígería komist í 16 liða úrslitin á HM 2010. Þegar hann hafi tekið við Íslandi var liðið lakara en Liechtenstein samkvæmt styrkleikalista FIFA. Nú sé liðið umspilsleikjum gegn Króötum frá sæti í lokakeppni HM. Ísland yrði fámennasta þjóðin í sögunni til að komast þangað. „Knattspyrnusambandið hafði engin skýr markmið þegar ég tók við. Það var aldrei rætt um að ég ætti að koma liðinu í umspil eða ná neinum ákveðnum árangri,“ rifjar Svíinn upp. „Ég hefði hins vegar aldrei tekið starfið að mér hefði ég ekki talið möguleika á því,“ segir sá sænski. Hann rifjar upp sterkt 21 árs landslið Íslands sem komst í lokakeppni EM sumarið 2011. Liðið sé nú kjarni A-landsliðsins.Ragnar Sigurðsson gerir sig kláran í æfingu dagsins í Kópavoginum.Mynd/VilhelmLagerbäck segir liðið ekki hafa neinu að tapa gegn Króötum. „Auðvitað yrðu það gríðarleg vonbrigði ef við kæmumst ekki til Brasilíu fyrst við erum svo nærri. En þetta er win-win staða að mínu mati,“ segir Lagerbäck. „Það voru hvorki margir utan Íslands né á Íslandi sem höfðu trú á að við gætum komist svo langt. Jafnvel þótt væntingarnar hafi aukist í undankeppninni,“ segir Lagerbäck. Svíinn segist hafa lært mikið í starfi sínu sem þjálfari Nígeríu. Sérstaklega utan vallar. „Ég þurfti að hegða mér öðruvísi í leiðtogahlutverkinu. Þeir voru afar viðkvæmir fyrir gagnrýni og ég gat ekki gagnrýnt neinn fyrir framan allan hópinn,“ segir Lagerbäck. Hann segir engin leyndarmál varðandi það hvernig hann vinni vinnuna sína og nái árangri.Eiður Smári á æfingu landsliðsins í dag.Mynd/Vilhelm„Hjá öllum liðum sem ná árangri, ef frá er talinn góður hópur leikmanna, skiptir mestu að leikmenn þekki hlutverk sín og planið sé skýrt,“ segir Svíinn. Séu lið eins og Spánn og Barcelona skoðuð þá er ljóst að hugmyndafræðin sé afar skýr. Allir vita hvernig liðið á að spila. Lagerbäck segir það ekki há sér að kunna ekki íslensku. Hann tali mikið ensku en notist einnig við sænskuna. „Fjölmargir þeirra skilja norrænt mál. Ég tala sænsku við suma leikmenn í einrúmi en yfir hópinn þá tala ég ensku.“ Lagerbäck fagnar viðhorfi Eiðs Smára Guðjohnsen sem hann segir hafa mikinn leikskilning. Hann hafi komið sterkur inn í hópinn seinna árið eftir erfið meiðsli. „Síðan þá hefur hann verið afar fagmannlegur, jákvæður innan hópsins og hefur rosalega gott auga fyrir spili.“Gylfi Þór Sigurðsson á æfingunni í dag.Mynd/VilhelmLagerbäck heldur ekki vatni yfir Gylfa Þór Sigurðssyni. Hann telur að sá sparkvissi geti náð langt á ferli sínum. „Hann hefur verið stórkostlegur í haust. Hann hefur verið stöðugt góður í undankeppninni en stigið stórt skref nú í haust. Hann er einstakur leikmaður þegar hann er miðsvæðis, staða sem hann fær ekki að spila hjá Tottenham, en hann er algjörlega frábær leikmaður,“ segir Lagerbäck. Hann minnist sérstaklega á vinnusemi hans og níutíu mínúturnar sem hann spilar fyrir Íslands hönd séu gulls ígildi. Lagerbäck er spurður út í króatíska liðið og nýjan þjálfara þess, Niko Kovac. Lagerbäck þekkir aðeins til Kovac en hann telur úrslitin í undanförnum leikjum líklega gera það að verkum að andrúmsloftið í leikmannahópnum sé ekki sérstakt. „Ég held að fótboltalega séð sé það ekki kostur að skipta um þjálfara þegar aðeins fjórar eða fimm æfingar eru til stefnu fyrir leik. Hann getur ekki gert það miklar breytingar á svo stuttum tíma.“Fjölmargar myndir frá æfingu landsliðsins á Kópavogsvelli í dag má sjá hér. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira
„Það vælir enginn. Engar kvartanir,“ segir Lars Lagerbäck um viðhorf íslensku landsliðsmannanna í knattspyrnu. Landsliðsþjálfari Íslands er í viðtali við Guardian sem líkt og svo margir fjölmiðlar klóra sér í kollinum yfir þeirri staðreynd að litla Íslands sé umspilsleikjum frá sæti á heimsmeistaramótinu. Aðspurður um viðhorf íslensku leikmannanna segir hann frá fyrrnefndu vælleysi sem hann fagnar. „Líttu á ferðalög okkar sem dæmi. Við erum ekki ríkasta knattspyrnusambandið svo stundum eru ferðalögin óþarflega flókin. Einu sinni þurftum við að bíða í sex klukkustundir í London eftir flugvél og enginn sagði orð,“ segir Lagerbäck og rifjar upp ferðalag Íslands til Kýpur í undankeppninni.Yakubu klúðrar dauðafæri í viðureign Nígeríu og Suður-Kóreu á HM 2010.Nordicphotos/GettyBlaðamaður Guardian bendir á þá staðreynd að Lagerbäck sé að öllum líkindum besti landsliðsþjálfari álfunnar síðastliðin fimmtán ár. Hann kom Svíum á fimm stórmót í röð og hefði Yakubu Ayegbeni ekki klúðrað fyrir opnu marki af tveggja metra færi hefði Nígería komist í 16 liða úrslitin á HM 2010. Þegar hann hafi tekið við Íslandi var liðið lakara en Liechtenstein samkvæmt styrkleikalista FIFA. Nú sé liðið umspilsleikjum gegn Króötum frá sæti í lokakeppni HM. Ísland yrði fámennasta þjóðin í sögunni til að komast þangað. „Knattspyrnusambandið hafði engin skýr markmið þegar ég tók við. Það var aldrei rætt um að ég ætti að koma liðinu í umspil eða ná neinum ákveðnum árangri,“ rifjar Svíinn upp. „Ég hefði hins vegar aldrei tekið starfið að mér hefði ég ekki talið möguleika á því,“ segir sá sænski. Hann rifjar upp sterkt 21 árs landslið Íslands sem komst í lokakeppni EM sumarið 2011. Liðið sé nú kjarni A-landsliðsins.Ragnar Sigurðsson gerir sig kláran í æfingu dagsins í Kópavoginum.Mynd/VilhelmLagerbäck segir liðið ekki hafa neinu að tapa gegn Króötum. „Auðvitað yrðu það gríðarleg vonbrigði ef við kæmumst ekki til Brasilíu fyrst við erum svo nærri. En þetta er win-win staða að mínu mati,“ segir Lagerbäck. „Það voru hvorki margir utan Íslands né á Íslandi sem höfðu trú á að við gætum komist svo langt. Jafnvel þótt væntingarnar hafi aukist í undankeppninni,“ segir Lagerbäck. Svíinn segist hafa lært mikið í starfi sínu sem þjálfari Nígeríu. Sérstaklega utan vallar. „Ég þurfti að hegða mér öðruvísi í leiðtogahlutverkinu. Þeir voru afar viðkvæmir fyrir gagnrýni og ég gat ekki gagnrýnt neinn fyrir framan allan hópinn,“ segir Lagerbäck. Hann segir engin leyndarmál varðandi það hvernig hann vinni vinnuna sína og nái árangri.Eiður Smári á æfingu landsliðsins í dag.Mynd/Vilhelm„Hjá öllum liðum sem ná árangri, ef frá er talinn góður hópur leikmanna, skiptir mestu að leikmenn þekki hlutverk sín og planið sé skýrt,“ segir Svíinn. Séu lið eins og Spánn og Barcelona skoðuð þá er ljóst að hugmyndafræðin sé afar skýr. Allir vita hvernig liðið á að spila. Lagerbäck segir það ekki há sér að kunna ekki íslensku. Hann tali mikið ensku en notist einnig við sænskuna. „Fjölmargir þeirra skilja norrænt mál. Ég tala sænsku við suma leikmenn í einrúmi en yfir hópinn þá tala ég ensku.“ Lagerbäck fagnar viðhorfi Eiðs Smára Guðjohnsen sem hann segir hafa mikinn leikskilning. Hann hafi komið sterkur inn í hópinn seinna árið eftir erfið meiðsli. „Síðan þá hefur hann verið afar fagmannlegur, jákvæður innan hópsins og hefur rosalega gott auga fyrir spili.“Gylfi Þór Sigurðsson á æfingunni í dag.Mynd/VilhelmLagerbäck heldur ekki vatni yfir Gylfa Þór Sigurðssyni. Hann telur að sá sparkvissi geti náð langt á ferli sínum. „Hann hefur verið stórkostlegur í haust. Hann hefur verið stöðugt góður í undankeppninni en stigið stórt skref nú í haust. Hann er einstakur leikmaður þegar hann er miðsvæðis, staða sem hann fær ekki að spila hjá Tottenham, en hann er algjörlega frábær leikmaður,“ segir Lagerbäck. Hann minnist sérstaklega á vinnusemi hans og níutíu mínúturnar sem hann spilar fyrir Íslands hönd séu gulls ígildi. Lagerbäck er spurður út í króatíska liðið og nýjan þjálfara þess, Niko Kovac. Lagerbäck þekkir aðeins til Kovac en hann telur úrslitin í undanförnum leikjum líklega gera það að verkum að andrúmsloftið í leikmannahópnum sé ekki sérstakt. „Ég held að fótboltalega séð sé það ekki kostur að skipta um þjálfara þegar aðeins fjórar eða fimm æfingar eru til stefnu fyrir leik. Hann getur ekki gert það miklar breytingar á svo stuttum tíma.“Fjölmargar myndir frá æfingu landsliðsins á Kópavogsvelli í dag má sjá hér.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira