„Ég lít svo á að Steinþór Freyr Þorsteinsson sé hættur hjá Sandnes Ulf,“ segir þjálfarinn Asle Andersen.
Þjálfari norska liðsins segir augljóst að Steinþór Freyr hafi engan áhuga á að fara í samningaviðræður við félagið heldur velti fyrir sér öðrum kostum í stöðunni.
„Af þeim sökum verðum við að skipuleggja framtíðina án hans,“ segir Andersen við Sandnesposten.
Steinþór segir sjálfur í samtali við sama miðil ekki vilja tjá sig um framtíð sína hjá Úlfunum.
„Ég er að velta fyrir mér tilboðum frá öðrum félögum en það liggur ekkert fyrir. Samningur minn við Sandnes Ulf rennur út í lok árs.“
Steinþór Freyr gekk í raðir norska félagsins frá Stjörnunni árið 2010. Hann hefur verið orðaður við Viking í Noregi en einnig b-deildarlið í Þýskalandi.
Lítur svo á að Steinþór sé hættur hjá Úlfunum
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti



Guardiola hótar að hætta
Enski boltinn



Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika
Íslenski boltinn

Shaq segist hundrað prósent
Körfubolti

Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd
Fótbolti