Formaður LÍÚ til starfa á ný eftir veikindaleyfi Kristján Már Unnarsson skrifar 12. nóvember 2013 14:30 Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna og útgerðarmaður togarans Gullvers á Seyðisfirði, greindi frá því í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi að hann hefði þurft að taka sér tveggja mánaða veikindaleyfi frá störfum í haust vegna krabbameinsmeðferðar. Hann greindist með ristilkrabbamein í ágúst síðastliðinn og var skorinn upp þann 25. ágúst. „Allir sem koma að útgerðinni og mínir félagar hjá LÍÚ vita af því að ég hef verið í veikindaleyfi núna í tvo mánuði en er nú kominn til vinnu og má vinna eins og ég tel mig geta. Það er ekkert leyndarmál og mér finnst bara gott að tala um það," sagði Adolf í viðtali við Stöð 2. Hann gengst næstu sex mánuði undir lyfjameðferð á Akureyri og ekur þangað reglulega í því skyni frá heimili sínu á Seyðisfirði. „Þetta gerðist mjög óvænt. Þetta hafði engan fyrirvara á sér. Ég var einkennalaus og var bara að fara í hefðbundna ristilskoðun. Það gerðist á miðvikudegi. Klukkutíma eftir skoðunina fékk ég þann úrskurð að ég væri með æxli sem væri slæmt og það þyrfti að fjarlægja. Það var bara gert á mánudeginum á eftir. Þannig að það var nú svolítið áfall að fá þetta þegar maður sat fram á sjúkrarúminu klukkutíma eftir skoðunina að ég væri með krabbamein." Adolf segir að hver og einn sem fái svona fréttir fái létt áfall. „Hann hugsar kannski lífsins gang svolítið upp á nýtt". Svo fari meðferðin misjafnlega í menn. „Ég hef verið lánsamur, allavega framundir þetta, að hún hefur ekkert farið mjög illa í mig. En tíminn verður að leiða í ljós hvað verður."Fréttinni fylgir 3ja mínútna sjónvarpsviðtal þar sem Adolf ræðir nánar um veikindi sín. Seyðisfjörður Sjávarútvegur Um land allt Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fleiri fréttir Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Sjá meira
Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna og útgerðarmaður togarans Gullvers á Seyðisfirði, greindi frá því í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi að hann hefði þurft að taka sér tveggja mánaða veikindaleyfi frá störfum í haust vegna krabbameinsmeðferðar. Hann greindist með ristilkrabbamein í ágúst síðastliðinn og var skorinn upp þann 25. ágúst. „Allir sem koma að útgerðinni og mínir félagar hjá LÍÚ vita af því að ég hef verið í veikindaleyfi núna í tvo mánuði en er nú kominn til vinnu og má vinna eins og ég tel mig geta. Það er ekkert leyndarmál og mér finnst bara gott að tala um það," sagði Adolf í viðtali við Stöð 2. Hann gengst næstu sex mánuði undir lyfjameðferð á Akureyri og ekur þangað reglulega í því skyni frá heimili sínu á Seyðisfirði. „Þetta gerðist mjög óvænt. Þetta hafði engan fyrirvara á sér. Ég var einkennalaus og var bara að fara í hefðbundna ristilskoðun. Það gerðist á miðvikudegi. Klukkutíma eftir skoðunina fékk ég þann úrskurð að ég væri með æxli sem væri slæmt og það þyrfti að fjarlægja. Það var bara gert á mánudeginum á eftir. Þannig að það var nú svolítið áfall að fá þetta þegar maður sat fram á sjúkrarúminu klukkutíma eftir skoðunina að ég væri með krabbamein." Adolf segir að hver og einn sem fái svona fréttir fái létt áfall. „Hann hugsar kannski lífsins gang svolítið upp á nýtt". Svo fari meðferðin misjafnlega í menn. „Ég hef verið lánsamur, allavega framundir þetta, að hún hefur ekkert farið mjög illa í mig. En tíminn verður að leiða í ljós hvað verður."Fréttinni fylgir 3ja mínútna sjónvarpsviðtal þar sem Adolf ræðir nánar um veikindi sín.
Seyðisfjörður Sjávarútvegur Um land allt Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fleiri fréttir Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Sjá meira