Honda Jazz slær út Toyota Prius í Japan Finnur Thorlacius skrifar 13. nóvember 2013 08:45 Honda jazz er seldur undir nafninu Fit í Japan. Söluhæsti einstaka bíll í Japan í nýliðnum október var Honda Jazz. Með því velti hann úr sessi Toyota Prius bílnum sem hefur haldið titlinum samfellt í tvö og hálft ár. Honda Jazz er nú seldur í Japan af nýrri kynslóð og október var fyrsti heili mánuðurinn sem hann er í sölu. Kaupendum virðist líka vel þessi nýja kynslóð af sölunni að dæma. Það er víðar en í Japan sem Toyota tapar fyrsta sætinu í sölu bílgerða, en í sama mánuði tók Honda Civic efsta sætið af Toyota Corolla í flokki smærri bíla í Bandaríkjunum. Mjög langt verður að bíða þessarar nýju kynslóðar Honda Jazz í Evrópu en það er á planinu að bjóða hann fyrst árið 2015 og verður það að teljast alveg með ólíkindum að kynna þá „nýjan tveggja ára bíl“, en svona er bíliðnaðurinn skrítinn. Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent
Söluhæsti einstaka bíll í Japan í nýliðnum október var Honda Jazz. Með því velti hann úr sessi Toyota Prius bílnum sem hefur haldið titlinum samfellt í tvö og hálft ár. Honda Jazz er nú seldur í Japan af nýrri kynslóð og október var fyrsti heili mánuðurinn sem hann er í sölu. Kaupendum virðist líka vel þessi nýja kynslóð af sölunni að dæma. Það er víðar en í Japan sem Toyota tapar fyrsta sætinu í sölu bílgerða, en í sama mánuði tók Honda Civic efsta sætið af Toyota Corolla í flokki smærri bíla í Bandaríkjunum. Mjög langt verður að bíða þessarar nýju kynslóðar Honda Jazz í Evrópu en það er á planinu að bjóða hann fyrst árið 2015 og verður það að teljast alveg með ólíkindum að kynna þá „nýjan tveggja ára bíl“, en svona er bíliðnaðurinn skrítinn.
Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent