Brasilíski ökuþórinn Felipe Massa hefur skrifað undir samning við Williams frá og með næsta tímabili.
Massa, sem var skipt út hjá Ferrari fyrir Kimi Raikkonen, hefur skrifað undir langtímasamning við Williams. Hann mun fylla í skarð Pastor Maldonado.
„Hann hefur afar mikla hæfileika og er mikill baráttuhundur á kappakstursbrautinni,“ sagði Sir Frank Williams sem öllu ræður hjá liðinu sem ber nafn hans.
„Honum fylgir einnig mikil reynsla um leið og við reynum að skrifa nýjan kafla í sögu liðsins.“
Massa var hársbreidd frá því að vinna sigur í keppni ökuþóra tímabilið 2008.
Massa til Williams
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti


Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti

„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn

Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn



