Segir sextíu störf tapast frá Seyðisfirði við óbreytt gjöld Kristján Már Unnarsson skrifar 11. nóvember 2013 18:00 Ef veiðigjöld hefðu ekki verið lækkuð frá ákvörðun síðustu ríkisstjórnar hefði útgerðarmaður togarans, sem heldur uppi fiskvinnslu á Seyðisfirði, lagt til við eigendur að hætta rekstrinum. Við það hefðu sextíu störf tapast úr samfélaginu. Sjávarbyggðir víða um land lifðu margar sinn mesta uppgangstíma þegar þar var togari sem landaði fyrir frystihús. Þetta fyrirkomulag er enn við lýði á Seyðisfirði, í fyrirtækjum sem stýrt er af formanni Landssambands íslenskra útvegsmanna, Adolf Guðmundssyni. Við togarann Gullver, sem orðinn er þrjátíu ára gamall, vinna 25 manns en skipið skapar jafnframt 35 manns atvinnu í fiskvinnslu hjá Brimbergi. „Ef héðan hverfa 60 störf þá sjá menn alveg hvað gerist. Það er það sem mér hefur fundist í allri þeirri umræðu um sjávarútvegsmálin núna, þegar verið er að tala um þessi litlu og meðalstóru fyrirtæki, þá hefur verið lítill skilningur á því að menn þurfa að hugsa um þessi litlu samfélög,” segir Adolf, en hann er framkvæmdastjóri útgerðarinnar Gullbergs og stjórnarformaður frystihússins Brimbergs. Meðan afkoma stærri útgerða er góð segir hann annað gilda um minni fyrirtækin og staðhæfir að veiðigjöld eins og stefndi í hjá síðustu ríkisstjórn hefðu riðið þessari útgerð að fullu. „Ef lögunum hefði ekki verið kippt úr sambandi þá er engin launung á því að ég hefði tekið ákvörðun um það og lagt það fyrir eigendurna að hætta rekstri,” segir Adolf. Veiðigjöld hefðu farið úr átta prósentum af veltu upp í sextán prósent. „Við borguðum 73 milljónir á síðasta ári í veiðigjöld á 900 milljóna veltu og við hefðum farið í milli 140 og 150 milljónir á þessu fiskveiðiári ef lögin hefðu verið óbreytt. Það sjá það allir að það gengur ekki upp til lengdar. Það étur þá bara upp fyrirtækin innanfrá. Menn lenda í vanskilum og geta ekki staðið í skilum með það sem þeir eiga að gera.”Landað úr togaranum Gullveri á Seyðisfirði. Togarinn heldur uppi fiskvinnslunni í bænum.Hann segir útgerðina tilbúna að borga það sem hann kallar hóflegt veiðigjald og verkefnið framundan sé að skilgreina hvað hóflegt veiðigjald sé. „Við skilgreinum það þannig að hóflegt veiðigjald sé það að fyrirtækin lifi og dafni og geti fjárfest. En við höfum alltaf sagt að við eigum að borga. Alltaf.” Í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 í kvöld var fjallað um stöðu útgerðarmannsins í samfélaginu á Seyðisfirði og samspil þess og togarans. Seyðisfjörður Um land allt Vinnumarkaður Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Ef veiðigjöld hefðu ekki verið lækkuð frá ákvörðun síðustu ríkisstjórnar hefði útgerðarmaður togarans, sem heldur uppi fiskvinnslu á Seyðisfirði, lagt til við eigendur að hætta rekstrinum. Við það hefðu sextíu störf tapast úr samfélaginu. Sjávarbyggðir víða um land lifðu margar sinn mesta uppgangstíma þegar þar var togari sem landaði fyrir frystihús. Þetta fyrirkomulag er enn við lýði á Seyðisfirði, í fyrirtækjum sem stýrt er af formanni Landssambands íslenskra útvegsmanna, Adolf Guðmundssyni. Við togarann Gullver, sem orðinn er þrjátíu ára gamall, vinna 25 manns en skipið skapar jafnframt 35 manns atvinnu í fiskvinnslu hjá Brimbergi. „Ef héðan hverfa 60 störf þá sjá menn alveg hvað gerist. Það er það sem mér hefur fundist í allri þeirri umræðu um sjávarútvegsmálin núna, þegar verið er að tala um þessi litlu og meðalstóru fyrirtæki, þá hefur verið lítill skilningur á því að menn þurfa að hugsa um þessi litlu samfélög,” segir Adolf, en hann er framkvæmdastjóri útgerðarinnar Gullbergs og stjórnarformaður frystihússins Brimbergs. Meðan afkoma stærri útgerða er góð segir hann annað gilda um minni fyrirtækin og staðhæfir að veiðigjöld eins og stefndi í hjá síðustu ríkisstjórn hefðu riðið þessari útgerð að fullu. „Ef lögunum hefði ekki verið kippt úr sambandi þá er engin launung á því að ég hefði tekið ákvörðun um það og lagt það fyrir eigendurna að hætta rekstri,” segir Adolf. Veiðigjöld hefðu farið úr átta prósentum af veltu upp í sextán prósent. „Við borguðum 73 milljónir á síðasta ári í veiðigjöld á 900 milljóna veltu og við hefðum farið í milli 140 og 150 milljónir á þessu fiskveiðiári ef lögin hefðu verið óbreytt. Það sjá það allir að það gengur ekki upp til lengdar. Það étur þá bara upp fyrirtækin innanfrá. Menn lenda í vanskilum og geta ekki staðið í skilum með það sem þeir eiga að gera.”Landað úr togaranum Gullveri á Seyðisfirði. Togarinn heldur uppi fiskvinnslunni í bænum.Hann segir útgerðina tilbúna að borga það sem hann kallar hóflegt veiðigjald og verkefnið framundan sé að skilgreina hvað hóflegt veiðigjald sé. „Við skilgreinum það þannig að hóflegt veiðigjald sé það að fyrirtækin lifi og dafni og geti fjárfest. En við höfum alltaf sagt að við eigum að borga. Alltaf.” Í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 í kvöld var fjallað um stöðu útgerðarmannsins í samfélaginu á Seyðisfirði og samspil þess og togarans.
Seyðisfjörður Um land allt Vinnumarkaður Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent