Segir sextíu störf tapast frá Seyðisfirði við óbreytt gjöld Kristján Már Unnarsson skrifar 11. nóvember 2013 18:00 Ef veiðigjöld hefðu ekki verið lækkuð frá ákvörðun síðustu ríkisstjórnar hefði útgerðarmaður togarans, sem heldur uppi fiskvinnslu á Seyðisfirði, lagt til við eigendur að hætta rekstrinum. Við það hefðu sextíu störf tapast úr samfélaginu. Sjávarbyggðir víða um land lifðu margar sinn mesta uppgangstíma þegar þar var togari sem landaði fyrir frystihús. Þetta fyrirkomulag er enn við lýði á Seyðisfirði, í fyrirtækjum sem stýrt er af formanni Landssambands íslenskra útvegsmanna, Adolf Guðmundssyni. Við togarann Gullver, sem orðinn er þrjátíu ára gamall, vinna 25 manns en skipið skapar jafnframt 35 manns atvinnu í fiskvinnslu hjá Brimbergi. „Ef héðan hverfa 60 störf þá sjá menn alveg hvað gerist. Það er það sem mér hefur fundist í allri þeirri umræðu um sjávarútvegsmálin núna, þegar verið er að tala um þessi litlu og meðalstóru fyrirtæki, þá hefur verið lítill skilningur á því að menn þurfa að hugsa um þessi litlu samfélög,” segir Adolf, en hann er framkvæmdastjóri útgerðarinnar Gullbergs og stjórnarformaður frystihússins Brimbergs. Meðan afkoma stærri útgerða er góð segir hann annað gilda um minni fyrirtækin og staðhæfir að veiðigjöld eins og stefndi í hjá síðustu ríkisstjórn hefðu riðið þessari útgerð að fullu. „Ef lögunum hefði ekki verið kippt úr sambandi þá er engin launung á því að ég hefði tekið ákvörðun um það og lagt það fyrir eigendurna að hætta rekstri,” segir Adolf. Veiðigjöld hefðu farið úr átta prósentum af veltu upp í sextán prósent. „Við borguðum 73 milljónir á síðasta ári í veiðigjöld á 900 milljóna veltu og við hefðum farið í milli 140 og 150 milljónir á þessu fiskveiðiári ef lögin hefðu verið óbreytt. Það sjá það allir að það gengur ekki upp til lengdar. Það étur þá bara upp fyrirtækin innanfrá. Menn lenda í vanskilum og geta ekki staðið í skilum með það sem þeir eiga að gera.”Landað úr togaranum Gullveri á Seyðisfirði. Togarinn heldur uppi fiskvinnslunni í bænum.Hann segir útgerðina tilbúna að borga það sem hann kallar hóflegt veiðigjald og verkefnið framundan sé að skilgreina hvað hóflegt veiðigjald sé. „Við skilgreinum það þannig að hóflegt veiðigjald sé það að fyrirtækin lifi og dafni og geti fjárfest. En við höfum alltaf sagt að við eigum að borga. Alltaf.” Í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 í kvöld var fjallað um stöðu útgerðarmannsins í samfélaginu á Seyðisfirði og samspil þess og togarans. Seyðisfjörður Um land allt Vinnumarkaður Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fleiri fréttir Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Sjá meira
Ef veiðigjöld hefðu ekki verið lækkuð frá ákvörðun síðustu ríkisstjórnar hefði útgerðarmaður togarans, sem heldur uppi fiskvinnslu á Seyðisfirði, lagt til við eigendur að hætta rekstrinum. Við það hefðu sextíu störf tapast úr samfélaginu. Sjávarbyggðir víða um land lifðu margar sinn mesta uppgangstíma þegar þar var togari sem landaði fyrir frystihús. Þetta fyrirkomulag er enn við lýði á Seyðisfirði, í fyrirtækjum sem stýrt er af formanni Landssambands íslenskra útvegsmanna, Adolf Guðmundssyni. Við togarann Gullver, sem orðinn er þrjátíu ára gamall, vinna 25 manns en skipið skapar jafnframt 35 manns atvinnu í fiskvinnslu hjá Brimbergi. „Ef héðan hverfa 60 störf þá sjá menn alveg hvað gerist. Það er það sem mér hefur fundist í allri þeirri umræðu um sjávarútvegsmálin núna, þegar verið er að tala um þessi litlu og meðalstóru fyrirtæki, þá hefur verið lítill skilningur á því að menn þurfa að hugsa um þessi litlu samfélög,” segir Adolf, en hann er framkvæmdastjóri útgerðarinnar Gullbergs og stjórnarformaður frystihússins Brimbergs. Meðan afkoma stærri útgerða er góð segir hann annað gilda um minni fyrirtækin og staðhæfir að veiðigjöld eins og stefndi í hjá síðustu ríkisstjórn hefðu riðið þessari útgerð að fullu. „Ef lögunum hefði ekki verið kippt úr sambandi þá er engin launung á því að ég hefði tekið ákvörðun um það og lagt það fyrir eigendurna að hætta rekstri,” segir Adolf. Veiðigjöld hefðu farið úr átta prósentum af veltu upp í sextán prósent. „Við borguðum 73 milljónir á síðasta ári í veiðigjöld á 900 milljóna veltu og við hefðum farið í milli 140 og 150 milljónir á þessu fiskveiðiári ef lögin hefðu verið óbreytt. Það sjá það allir að það gengur ekki upp til lengdar. Það étur þá bara upp fyrirtækin innanfrá. Menn lenda í vanskilum og geta ekki staðið í skilum með það sem þeir eiga að gera.”Landað úr togaranum Gullveri á Seyðisfirði. Togarinn heldur uppi fiskvinnslunni í bænum.Hann segir útgerðina tilbúna að borga það sem hann kallar hóflegt veiðigjald og verkefnið framundan sé að skilgreina hvað hóflegt veiðigjald sé. „Við skilgreinum það þannig að hóflegt veiðigjald sé það að fyrirtækin lifi og dafni og geti fjárfest. En við höfum alltaf sagt að við eigum að borga. Alltaf.” Í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 í kvöld var fjallað um stöðu útgerðarmannsins í samfélaginu á Seyðisfirði og samspil þess og togarans.
Seyðisfjörður Um land allt Vinnumarkaður Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fleiri fréttir Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Sjá meira