Kylfingurinn Tiger Woods er bjartsýnn á gott gengi árið 2014 en þessi magnaði Bandaríkjamaður á enn eftir að ná í sinn 15. risatitil á ferlinum en hingað til hefur hann náð í 14.
Tiger hefur ekki unnið risatitil í nær fimm ár en að hans mati eru bjartari tímar framundan.
„Næsta ár verður gott, ég finn það á mér,“ sagði Woods en hann varð þriðji á Opna tyrkneska meistaramótinu um helgina.
„Maður hlakkar alltaf til þessara fjögurra risamóta á hverju ári og ég finn það á mér að ég á eftir að standa mig betur á næsta tímabili.“
„Það sögðu margir á sínum tíma að ég ætti aldrei eftir að vinna titil aftur. Síðan þá hef ég náð í átta titla svo allt er hægt.“
Woods: 2014 verður frábært ár fyrir mig
