Birkir Bjarnason sat allan leikinn á bekknum í 2-1 tapi Sampdoria gegn Fiorentina í Flórens.
Giuseppi Rossi skoraði bæði mörk Fiorentina á stuttum kafla í fyrri hálfleik áður en Manolo Gabbiadini minnkaði muninn þegar korter var eftir af leiknum. Lengra komust gestirnir ekki og unnu Fiorentina mikilvægan sigur í baráttuni um Evrópusæti.
Juventus tók á móti Napoli á Juventus Stadium en liðin voru jöfn að stigum með 28 stig fyrir leik kvöldsins. Llorente skoraði fyrsta mark leiksins strax í upphafi fyrri hálfleiks. Glæsileg mörk frá Andrea Pirlo og Paul Pogba í seinni hálfleik gerðu endanlega út um leikinn og lauk með 3-0 sigri heimamanna. Með sigrinum heldur Juventus öðru sæti og er aðeins stigi á eftir Roma í fyrsta sæti.
Birkir sat á bekknum í tapi gegn Fiorentina | Juventus valtaði yfir Napoli
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið

Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð
Íslenski boltinn







„Við máttum ekki gefast upp“
Körfubolti


„Við elskum að spila hérna“
Fótbolti