Enski boltinn

Negredo útilokar ekki að Messi spili í ensku deildinni

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ekki óvanur þessu, Lionel Messi að fagna marki sínu gegn AC Milan í vikunni
Ekki óvanur þessu, Lionel Messi að fagna marki sínu gegn AC Milan í vikunni Mynd/Gettyimages
Alvaro Negredo, framherji Manchester City er ekki tilbúinn að útiloka að Lionel Messi, framherji Barcelona og argentínska landsliðsins spili einn daginn í Englandi. Messi sem margir telja einn besta knattspyrnumann í heimi hefur spilað allan sinn feril hjá Barcelona og þyrfti eflaust að greiða háa upphæð fyrir þjónustu hans.

Síðustu ár hafa sífellt fleiri stjörnur komið frá spænsku deildinni yfir í þá ensku og telur Negredo að sú hugmynd gæti kitlað Messi.

„Kannski fær hann leið á La Liga og vill prófa eitthvað nýtt eftir nokkur ár, það gæti alveg gerst. Hann hefur séð leikmenn eins og Silva, Mata og Cazorla koma hingað að spila. Enska úrvalsdeildin er deildin að vera í fyrir bestu leikmenn í heimi,"

Talið er að til þess að fá að ræða við Messi um félagsskipti þurfi að greiða alls 205 milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×