Veiðikortið 2014 komið út Karl Lúðvíksson skrifar 27. nóvember 2013 10:00 Veiðikortið 2014 er komið út að venju fyrir jól enda er kortið orðið vinsæll jólapakki til margra veiðimanna. Alls eru 36 vatnasvæði inná Veiðikortinu og mörg af þeim eru einstaklega gjöful og heppileg til veiða fyrir unga sem aldna veiðimenn. Kortið kostar 6.900 krónur og því fylgir handbók með yfirliti um vötnin, aðkomu og hvar þau eru, leiðbeiningar með hverju vatnasvæði, upplýsingar um veiðiverði, veiðistaði og veiðireglur á hverjum stað. Veiðikortið er að verða sífellt vinsælla og hefur gert það að verkum að veiðimenn sem hafa gjarnan haldið sig við "sitt" vatn eru farnir að stíga út fyrir þægindarammann og prófa hin og þessi vötn, þá gjarnan á ferðalögum. Sumir veiðimenn eru meira að segja farnir að skipuleggja stutta túra um landið gagngert til að prófa vötnin sem þeir annars færu ekki í. Þetta er fín jólagjöf fyrir veiðimenn og veiðikonur. Stangveiði Mest lesið Laxá í Dölum að vakna til lífsins Veiði Ágæt veiði í Laxá frá opnun Veiði Fjórir á land við opnun Selár Veiði Tveir laxar á land við opnun í Hrútafjarðará Veiði Ein besta vikan í Veiðivötnum Veiði Kippur í veiðinni í Eystri Rangá Veiði Landaði fimm stórlöxum sama daginn Veiði Skoðaðu göngutölur laxa á netinu Veiði Ný veiðivesti hjá Veiðiflugum Veiði 15 laxar við opnun Stóru Laxár I-II Veiði
Veiðikortið 2014 er komið út að venju fyrir jól enda er kortið orðið vinsæll jólapakki til margra veiðimanna. Alls eru 36 vatnasvæði inná Veiðikortinu og mörg af þeim eru einstaklega gjöful og heppileg til veiða fyrir unga sem aldna veiðimenn. Kortið kostar 6.900 krónur og því fylgir handbók með yfirliti um vötnin, aðkomu og hvar þau eru, leiðbeiningar með hverju vatnasvæði, upplýsingar um veiðiverði, veiðistaði og veiðireglur á hverjum stað. Veiðikortið er að verða sífellt vinsælla og hefur gert það að verkum að veiðimenn sem hafa gjarnan haldið sig við "sitt" vatn eru farnir að stíga út fyrir þægindarammann og prófa hin og þessi vötn, þá gjarnan á ferðalögum. Sumir veiðimenn eru meira að segja farnir að skipuleggja stutta túra um landið gagngert til að prófa vötnin sem þeir annars færu ekki í. Þetta er fín jólagjöf fyrir veiðimenn og veiðikonur.
Stangveiði Mest lesið Laxá í Dölum að vakna til lífsins Veiði Ágæt veiði í Laxá frá opnun Veiði Fjórir á land við opnun Selár Veiði Tveir laxar á land við opnun í Hrútafjarðará Veiði Ein besta vikan í Veiðivötnum Veiði Kippur í veiðinni í Eystri Rangá Veiði Landaði fimm stórlöxum sama daginn Veiði Skoðaðu göngutölur laxa á netinu Veiði Ný veiðivesti hjá Veiðiflugum Veiði 15 laxar við opnun Stóru Laxár I-II Veiði